„Ég er að tryllast yfir þessu,“ skrifar tónlistarkonan ástsæla Salka Sól Eyfeld á Twitter og deilir mynd sem má sjá hér fyrir neðan.
Myndin hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga. Hún virðist sýna eitthvað en þegar betur er að gáð þá er raunar mjög erfitt að greina nokkurn hlut.
Andri Snær Magnason, rithöfundur og áður forsetaframbjóðandi, er sammála Sölku Sól og skrifar: „Úff þetta er óþægilegt!“ Sonja nokkur Björg segir svo: „Ég fékk bókstaflega hroll við að horfa á þessa mynd“.