fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Á flótta eftir að hafa lamið barnsmóður sína: „Hún hefur vaknað nokkru sinnum öskrandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla á Englandi leitar nú að manni sem er grunaður um að hafa brotist inn til barnsmóður sína, ráðist á hana og lamið næstum til dauða.

Britney Salim, þolandi fólskulegrar árásar, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Sheffield, Englandi. Hún er með blæðingu í lifur, brotinn kjálka, brot í andlitsmeinum og samfallið lunga.

Lögregla óskar nú eftir öllum sem geta mögulega haft upplýsingar um barnsföður hennar, sem er grunaður um glæpinn.

Talið er að barnsfaðirinn hafi klifrað upp á svalir heimilis Britney og þannig komist inn í húsið.

Britney  og barnsfaðir hennar eiga saman 9 mánaða stúlku sem var í pössun hjá frænku sinni. Þegar frænkan ætlaði að skila stúlkunni heim kom hún að Britney stórslasaðri og meðvitundarlausri í rúmi sínu.

Ættingi, sem vill ekki láta nafn síns getið segir að aðkoman hafi verið hræðileg. „Þegar hún kom var Britney nánast við dauðans dyr. Hún var óþekkjanleg. Andlitið á henni var svart og blátt.“

Ættinginn segir að ástand Britney sé stöðugt. Henni er ekki að hraka, en hún er meðvitundarlítil.

„Hún hefur vaknað nokkru sinnum og öskrað. Hún er á morfíni við verkjunum. Móðir hennar er miður sín. Lögreglan hefur ekki náð að taka skýrslu af Britney enn sem komið er því hún getur ekki tjáð sig.“

Rannsóknarlögreglumaðurinn yfir málinu segir: „Í tengslum við rannsókn okkar á alvarlegri árás sem átti sér stað þann 12. apríl á Fox Hill svæðinu erum við nú að leita að Shaka Williams.“

„Ef þið hafið séð hann eða vitið hvar hann heldur sig þá hvet ég ykkur til að hafa samband við okkur.“

Frétt The Daily Mail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti