fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

5 hlutir sem Íslendingar voru einu sinni góðir í

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru kynlegir kvistir sem halda að þeir geti hvað sem er. Staðið framar milljónaþjóðum í samkeppni eða að minnsta kosti verið höfðatölumeistarar. Miklar sveiflur eru afleiðing smæðar okkar. Hér eru fimm hlutir sem Íslendingar eru ekki lengur góðir í.

Túrismi

Ein sniðug auglýsing, ein Instagram-færsla frá Justin Bieber og eitt gengisfall gerði að verkum að Ísland varð það heitasta heita í ferðamannaiðnaðinum. Hótel risu og kínverskir túristar kúkuðu úti um alla koppa og grundir. En eftir að krossantið fór að kosta þúsund kall og flugfélög voru sett í gjörgæslu hefur orðið stórbreyting þar á.

Fótbolti

Með Lars og Heimi varð knattspyrnulandsliðið að „strákunum okkar“ og allir gleymdu handboltanum. „Stelpurnar okkar“ stóðu sig engu verr. Eftir hvert stórmótið á fætur öðru urðum við fordekruð og héldum að við gætum sigrað heiminn. En síðan kom Hamrén og eina liðið sem við ráðum við er Andorra.

MMA

MMA átti að verða hið nýja kraftasport og Gunnar Nelson okkar nýi Jón Páll eða Magnús Ver. Mjölnir sprengdi af sér hvert húsnæðið á fætur öðru og heimsmeistarinn Conor McGregor var hér öllum stundum. En eftir tvö töp í þremur bardögum hjá Gunnari er þjóðin orðin úrkula vonar um að hann verði nokkurn tímann heimsmeistari.

Að halda ró á vinnumarkaði

Eftir þjóðarsáttina árið 1990 hefur almennt verið rólegt á vinnumarkaði. Einstaka stéttir hafa farið í skammvinn verkföll, svo sem flugvirkjar og sjómenn. Þessi langa vanræksla olli því að hallarbyltingar voru gerðar í verkalýðsfélögunum og mun róttækara fólk komst til valda.

Eurovision

Eitt sinn var nánast gefið að Íslendingar kæmust upp úr undankeppni Eurovision. Selma og Jóhanna Guðrún voru líka hársbreidd frá því að vinna keppnina. En síðan 2014 hafa Íslendingar sent afleit lög og árið 2018 hafnaði íslenska framlagið á botninum. Getur Hatari snúið þessari þróun við?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

19 ára ferðamaður fannst látinn í Öræfum

19 ára ferðamaður fannst látinn í Öræfum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina