fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Jóhanna hættir í Borgarleikhúsinu

Byrjuð hjá Samtökum iðnaðarins og fer í árs leyfi eftir að sýningum á Mamma Mia lýkur

Kristín Clausen
Föstudaginn 20. janúar 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem var nýverið ráðin til Samtaka iðnaðarins. Jóhanna, sem er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, kveðst þó ekki búin að yfirgefa leikhúsið að fullu.

Hún ætlar að klára Mamma Mia og tekur í framhaldinu launalaust leyfi frá Borgarleikhúsinu í eitt ár.
Jóhanna hefur heldur betur skipt um gír en hún tók í vikunni við stöðu verkefnastjóra á menntasviði Samtaka iðnaðarins. Til að byrja með verður hún í 50 prósent starfi.

Innt svara af hverju hún hafi ákveðið að taka sér pásu frá leikhúsinu svarar Jóhanna því að hún hafi áhuga á svo mörgu og hafi einfaldlega langað að breyta til. Starf verkefnastjóra hjá samtökunum sé krefjandi og skemmtilegt í senn

„Ég er enn að læra og koma mér inn í hlutina og verð í hálfu starfi þar til sýningum á Mamma Mia lýkur.“
Jóhanna er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur í fjölda ára starfað í faginu. Þá er hún með BA-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Viðtökurnar við leikritinu Mamma Mia hafa farið fram úr björtustu vonum en sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi í tæpt ár. Jóhanna segir að ekkert lát verði á sýningunum á næstunni þar sem aðsóknin sé enn gríðarlega mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“