fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Stefán Máni skammar Jón og Gunnu og vill loka kommentakerfinu: „Verst innrætta fólkið“ – „Árás á tjáningarfrelsi“ segir Halldór Auðar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Stefán Máni vill loka kommentakerfum fjölmiðla. Í grein í Fréttablaðinu gagnrýnir hann fjölmiðla og segir þá reyna ginna lesendur til að smella á krassandi fréttir. Mikið púður fer þó í að veitast að þeim sem má kalla virkir í athugasemdum.

„Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi.“

Stefán Máni heldur fram að undir fréttum, frá lesendum sé lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar og hatur og heimsku. Stefán kveðst gera sér grein fyrir að hann þurfi ekki að lesa innlegg lesenda en þau meiði og særi fólk á hverjum degi. Vill Stefán Máni að fjölmiðlar loki fyrir kommentakerfi.

„Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn.“

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata er ósammála rithöfundinum. Segir hann tæknina veita frelsi til að tjáningar og hún endurspegli samfélagið.

„Ef einhverjum finnst þessi athugasemdakerfi meira og minna ómerkilegt rusl (sem ég tek persónulega engan veginn undir, ég hef oft rekið mig á áhugaverðar athugasemdir sem dýpka fréttirnar) þá er það vandamál samfélagsins – ekki tækninnar.“

Halldór Auðar bætir við:

„Stefán Máni hefur sínar sterku skoðanir á umræðunni og það er vel – en töluvert óhuggulegra er þær eru settar fram í skjóli hótunar um valdbeitingar í því skyni að loka endanlega á umræðuna. Hvað sem hver segir er ekki hægt að kalla það annað en árás á tjáningarfrelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra