fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Tók að sér hund sem var í hræðilegu ástandi

Hundasamfélagið safnaði fyrir dýralæknisheimsókn

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórisson tók að sér hund í fóstur, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ástand hundsins var með allraversta móti. Hann birti myndir af hvuttanum, sem var með afskaplega langar og snúnar klær þegar hann tók á móti hundinum og hefur ein klóin greinilega dottið af.

Að sögn Sigurjóns gat hundurinn ekki gengið vegna sársauka og hann biðlaði til Hundasamfélagsins um hjálp. Um er að ræða hóp á facebook þar sem „fólk sem elskar hunda deilir myndum og sögum, fær ráð og gefur ráð,“ stendur í lýsingunni. Sigurjón var augljóslega ráðþrota og sagði: „Hvað get ég gert í þessu? Hann á erfitt með gang og við treystum okkur ekki til að gera þetta sjálf. Væri frábært ef þið gætuð miðlað einhverju.“

Einn hundaunnandi mælti með að Sigurjón færi með dýrið til dýralæknis sem myndi líklega svæfa hundinn og klippa klærnar í rétta stærð og brenna fyrir. Þá taldi Sigurjón það rétta leið, og hélt að ástandið á hundinum hefði verið svona lengi miðað við lengdina á klónum. Hann hélt einnig að hundurinn hefði áður misst kló. Sigurjón segist ekki vilja tilkynna fyrri eiganda, sem hefur ekki séð um hundinn sem skyldi. Hann vill ekki greina nákvæmlega frá því hvers vegna, en segist hafa sínar ástæður til að tilkynna hann ekki.

Rétt fyrir 17:00 í dag tilkynnti Sigurjón að hundurinn væri „hættur að mása af stressi og verkjum, kominn á verkjalyf og sefur vært. Farinn að hoppa um af kæti og stríðir kisunum af og til.“

Kominn undir læknishendur.
Kominn undir læknishendur.

Hundasamfélagið varð fyrra til og stakk einn hundaáhugamaður upp á að hefja söfnun til þess að styðja fjárhagslega við lækniskostnað hundsins. Fjöldi lagði inn á styrktarreikning fyrir hundinn og um hádegið í gær höfðu safnast 19.500 krónur. Farið var með hundinn til dýralæknis og er söfnun lokið.

Ef fólk vill leggja gæludýrum landsins lið er hægt að leggja inn á söfnunarreikning hundasamfélagsins.

Söfnunarreikningur
Söfnunarreikningur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið