fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Ísraelar gera loftárásir á Sýrland – Uppbygging Írana í landinu sögð vera ástæðan

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 21. janúar 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í morgun. Meðal skotmarka voru alþjóðaflugvöllurinn í Damascus ásamt þjálfunarbúðir Írana. Einnig voru gerðar árásir á loftvarnir sýrlenska hersins.

Segja embættismenn í Ísrael að árásin hafi verið svar við eldflaugaárásum Írana á Ísrael. Mikil spenna er á svæðinu og hefur sú spenna enn þá aukist eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti fyrir stuttu að hann myndi kalla aftur heim alla bandaríska hermenn í Sýrlandi. Eru þeir um 2.000 talsins og hafa bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu furðað sig á þessari ákvörðun forsetans.

Íran fordæmi árásirnar og sagði Aziz Nasirzadeh, hershöfðingi í íranska flughernum, að flugher hans væri tilbúinn að svara til baka. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur sagt að Íranir séu velkomnir í landinu, en íranskar hersveitir hafa aðstoðað hann að berja niður uppreisn í landinu. Eingöngu tvö svæði í landinu eru ekki undir stjórn Assads, en það eru einmitt svæðin þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir í dag.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í mánuðinum að þrátt fyrir að bandarískir hermenn myndu yfirgefa Sýrland væri það markmið þeirra koma öllum írönskum hersveitum úr Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum