fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Óvænt uppákoma í sumarbústað á Flúðum á jóladag

Voru á leiðinni í sund þegar þau festu bílinn og læstu sig úti á peysunum og strigaskóm

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. desember 2016 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sátum og vorum að spjalla saman þegar tvær stúlkur, ansi léttklæddar miðað við árstíma, bönkuðu upp á.“ Þetta segir Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi, sem lenti heldur betur í óvæntri uppákomu þar sem hann var staddur í sumarbústað nærri Flúðum ásamt fjölskyldunni sinni á jóladag.

Festu bílinn

Fyrir utan bústaðinn stóðu tvær ungar konur frá Singapore, á peysunum og í strigaskóm, og óskuðu eftir aðstoð. Konurnar höfðu ætlað í sund á Flúðum en villtust upp í sumarhúsalandið þar sem þær festu bílinn í snjóskafli.

Þegar þær ásamt tveimur öðrum farþegum í bílnum voru komin út að reyna að losa bílinn úr skaflinum tókst þeim að læsa sig úti. Léttklædd og símalaus.

Á meðan konurnar leituðu í örvæntingu eftir aðstoð í nærliggjandi sumarhúsum spólaði bíllinn, mannlaus og með jólatónlist í botni.

Í samtali við RÚV segir Sigurður fólkið hafa verið í brúðkaupi í Grímsnesi og ætlað í gömlu laugina á Flúðum en GPS-tækið hafi vísað þeim upp í sumarbústaðabyggðina.

Voru þakklát

Að sjálfsögðu komu Sigurður og fjölskylda ferðamönnunum til bjargar. Sonur Sigurðar skutlaði fólkinu í sundlaugina á Flúðum, þar sem þau hittu vini og vandamenn, á meðan Sigurður kallað eftir aðstoð.

Í samtali við DV segir Sigurður að fólkið hafi verið mjög þakklátt fyrir aðstoðina og allir geti lent í óheppilegum aðstæðum sem þessum.

„Ég sjálfur hef læst mig úti þar sem ég var í heitum potti í sumarbústað,“ segir hann sposkur og bætir við að fólkið muni hafa skemmtilega sögu að segja eftir að ferðalaginu líkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið