fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Sátu á veitingastaðnum þegar snjóflóðið kom

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betur fór en á horfðist þegar snjóflóð lenti á hóteli í Appanzell Ausserrhoden-kantónunni í Sviss í gær. Gestir sem sátu að snæðingi á veitingastað hótelsins var mörgum verulega brugðið þegar snjóflóðið ruddist í gegnum glugga og útveggi.

Þrír eru taldir hafa slasast, þar af einn gestur veitingastaðarins sem þurfti að grafa upp úr flóðinu. Tuttugu og fimm bílar grófust undir flóðinu sem var nokkuð stórt eins og meðfylgjandi myndir af Twitter bera með sér.

Vinsælt skíðasvæði er í nágrenninu og hafa viðbragðsaðilar verið á svæðinu ef ske kynni að einhverjir fleiri hafi grafist undir. Ekki hefur þó verið tilkynnt um einstaklinga sem saknað er.

Mjög hefur snjóað á þessum slóðum að undanförnu og raunar víðar á meginlandi Evrópu. Veðurspár gera ekki ráð fyrir öðru en að áfram muni bæta í snjóinn þar til um miðja næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti