fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Meirihluti landsmanna kýs að halda upp á jólin með gervijólatré

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR þá mun meirihluti heimila skarta gervitré yfir jólin líkt og fyrri ár. Litlar breytingar hafa orðið á jólatrjáahefðum landsmanna undanfarin ár en samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember segjast 54,5% landsmanna ætla að setja upp gervijólatré á heimili sínu þessi jól, 31,9% segjast ætla að setja upp lifandi jólatré en 13,6% segja ekkert jólatré verða á sínu heimili.

Munur eftir aldri, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
Þegar litið er til bakgrunns svarenda má sjá að lítill munur reyndist á uppsetningu jólatrjáa eftir kyni. Svarendur á aldrinum 30-49 ára reyndust líklegust allra aldurshópa til að segjast munu hafa lifandi tré á heimilum sínum (33%), þau 18-29 ára reyndust líklegust til að segjast ætla að setja upp gervitré (56%) en svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegust til að segjast ekki ætla að vera með jóla tré í ár. Þá reyndust svarendur á höfuðborgarsvæðinu (33%) líklegri en þeir af landsbyggðinni (30%) til að segja lifandi jólatré skreyta heimili sín í ár.
 
Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Samfylkingar (41%), Viðreisnar (38%) og Sjálfstæðisflokks (36%) voru líklegust til að segjast munu hafa lifandi jólatré í ár en stuðningsfólk Flokks fólksins (72%) og Miðflokks (64%) reyndust líklegust til að segjast ætla að notast við gervitré. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (22%) líklegast til að segjast ekki ætla að hafa jólatré á heimilum sínum í ár.
 
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 5.-11. desember 2018
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Í gær

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“