fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Halldóra Geirharðs: „Það var brotið á mér sem barn“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 3. nóvember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að það hafði lengi mikil áhrif á mig en þó er ekki hægt að kenna því um allt. Þegar brotið er á barni er eins og það verði ekki lengur heilt og hluti af því verði eftir í annarri manneskju. Brotamaðurinn heldur þannig eftir hluta af þér. Því getur reynst erfitt að slíta sambandi við brotamanninn,“ segir leikkonan ástsæla Halldóra Geirharðsdóttir en í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði MAN lýsir hún því hvernig hún tókst á við afleiðingar ofbeldis sem hún varð fyrir sem barn.

Halldóra lýsir því hvernig hún leitaði árum saman að innri friði- á meðan hún rogaðist um með skugga fortíðarinnar.

„Ég byrja mjög snemma að reyna að finna hamingjuna. Ég var staðráðin í að finna hana enda var alltaf eitthvað þungt innra með mér sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við.

Ég byrjaði til dæmis að sækja tíma hjá sálfræðingi um 25 ára aldurinn því ég var orðin svo leið á að vera sífellt að tala um sama ruglið við vinkonur mínar og þær voru líka orðnar hundleiðar á mér,“

segir Halldóra og þá lýsir hún því hvernig ferð til Úganda á vegum Unicef sló hana hrottalega út af laginu og reif upp gömul sár en þar varð Halldóra vitni að hryllilegum veruleika kvenna sem beittar höfðu verið grófu kynferðisofbeldi en þurftu að lifa við fordæmingu samfélagsins.

„Áföllin þeirra voru svo stór að þau vöktu upp gamla áfallið mitt.“

Halldóra bætir því við að hún hafi alltaf vitað að ofbeldið í æsku hafi verið eitthvað sem hún þyrfti að leysa en fram á fullorðnisár hafi hún sífellt verið að reyna að finna leiðir til að lifa með því sem hafði gerst.

„Sú orka sem fórnarlambið ber í sér erfist áfram og því er svo mikilvægt að ég vinni úr mínu broti svo börnin mín sitji ekki upp með vanlíðan móður sinnar. Ég er bara að gera mitt besta til þess að slíta þessa keðju.“

Viðtalið við Halldóru má nálgast í heild sinni í nýjasta tölublaði MAN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan