Heyrst hefur að Ragna Gestsdóttir, blaðamaður á Séð og heyrt, og kvikmyndagerðarmaðurinn og leikarinn Ágúst Bjarnason séu að stinga saman nefjum.
Ágúst er viðskiptafræðingur að mennt en ákvað að elta drauma sína og gerast leikari. Hann lék til að mynda lítið hlutverk í Eiðinum, eftir Baltasar Kormák. Ragna hefur þótt sýna góða takta á Séð og heyrt og hafa þau sést saman við hin ýmsu tækifæri undanfarið, þar sem þau hafa látið vel hvort að öðru, nú síðast þegar Ragnar Jónsson fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar, Drunga.