fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar reyna nú að bjarga lífi tveggja tvíburasystra sem eru langt leiddar af anorexíu. Stúlkurnar sem um ræðir, Masha og Dasha Ledeneva, eru fjórtán ára og áttu þær sér þann draum að ná langt í fyrirsætuheiminum. Þær dvelja nú á sjúkrahúsi í Moskvu í Rússlandi.

Mail Online fjallaði um stúlkurnar á dögunum en þær eru sagðar hafa þróað með sér átröskunarsjúkdóminn illvæga eftir að fengið skilaboð frá forsvarsmönnum módelskóla sem þær stunduðu nám við. Var þeim sagt að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri.

Það var Maria Kokhno sem vakti fyrst athygli á máli systranna og gagnrýndi hún í kjölfarið hversu erfitt það virðist vera að fá viðunandi heilbrigðisþjónustu. Sjálf hefur Maria, sem er 29 ára, barist við átröskun.

Maria segir að systurnar hafi verið fluttar á gjörgæslu fyrir skemmstu; Dasha var 36 kíló en Masha var 40 kíló. Þær fóru báðar í dá um tíma en skömmu eftir að þær vöknuðu var þeim leyft að fara heim til sín, þrátt fyrir að vera alvarlega veikar. Læknar hafi hafnað því að meðhöndla þær frekar og því hafi Maria séð sig knúna til að vekja athygli á máli systranna.

Þetta virðist hafa skilað sér því stúlkurnar dvelja nú á sjúkrahúsi í Moskvu, fjarri heimahögunum sem eru í borginni Lipetsk. „Það vildi enginn hjálpa þeim. Móðir þeirra fór hingað og þangað með þær en sjúkrahús höfnuðu þeim í sífellu,“ segir Maria. Masha getur staðið í fæturna en Dasha er veikari og getur ekki gengið eða staðið.

Sjónvarpsstöðin Moscow24 hefur fjallað um mál systranna og rætt við lækni þeirra. Haft er eftir lækninum stúlkurnar séu alvarlega veikar og hætta sé á að líffæri gefi sig.

Maria segir að skilaboðin sem komu stúlkunum yfir brúnina, ef svo má segja, séu ekki einsdæmi. Þær voru grannar fyrir en voru hvattar til að léttast um fimm kíló til að eiga meiri möguleika í hörðum fyrirsætubransanum.

„Þær fóru í megrun, borðuðu ekki eftir fimm á daginn og aðeins gufusoðinn mat. Matarskammtarnir urðu sífellt minni og máltíðirnar færri,“ segir Maria.

Forsvarsmenn módelskólans í Lipetsk, þar sem stúlkurnar hafa stundað nám, hafa ekki tjáð sig um mál systranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum
Kjúklingur og kókaín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.