fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Sífellt fleiri leigja út fólksbíla á Airbnb: „Enginn fylgist með þessu“

Auður Ösp
Mánudaginn 26. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn á höttunum eftir ódýrri gistingu hér á landi eiga meðal annars þess kost að leigja fólksbíl og nýta hann þá bæði sem farartæki og náttstað. Líkt og fram kemur á vef Túrista er töluvert framboð af fólksbílum til leigu á heimasíðu Airbnb en bílarnir eru þá með dýnum í skottinu. Framboð á gistingu í fólksbílum fer vaxandi hér á landi en framkvæmdastjóri Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu bendir á að erfitt sé að hafa eftirlit með slíkri starfsemi.

Rætt er við Stefán Sigfússon og Þorek Þorkelsson hjá Black Sheep Campers en fyrirtækið er með fólksbíl skráðan til leigu á síðunni þar sem svefnpláss er fyrir tvo fullorðna og eitt barn og kostar nóttin 11 þúsund krónur. Sama fyrirtæki býður einnig upp á leigu á Ford jeppa þar sem nóttin kostar 25 þúsund krónur.

„Það fylgja hlýjar sængur og hitari, sem verður að tengjast rafmagni á tjaldsvæði, ásamt öðru með okkar bílum,“ segir Þorkell en þeir félagar fullyrða að þessi nýjung hafi gengið mjög vel og skilað sér í ánægju viðskiptavina.

Þeir sem leigja út gistirými í bílum eru ekki settar sömu skorður og þeir sem leigja út íbúðarhúsnæði á Airbnb, en til að leigja út bíl sem gistirými nægir að hafa bílaleiguleyfi frá Samgöngustofu.

Í samtali við Túrista segir Pétur Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu að í raun sé lítið sé ekkert eftirlit með þessari starfsemi. „Gjarnan eru keyptir í þetta sendibílar, sem eru lægri tollflokki, og þeim síðan breytt. Þeir eru svo leigðir út jafnvel sem sendibílar en ekki bílalaeigubílar eða húsbílar. Enginn fylgist með þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun