fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Íslendingarnir sem geta ekki eignast fleiri vini

Facebook setur skorður á fjölda vina – DV skoðar þá sem sprengt hafa kvótann og stingur upp á staðgenglum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja margt um kosti og galla samskiptamiðilsins Facebook. Óumdeilt er þó að þar fer fram virk umræða um allar hliðar samfélagsins sem einstaklingar og fjölmiðlar fylgjast með af áhuga. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru mest áberandi í þjóðlífinu heldur úti persónulegum síðum og deilir með vinum sínum velvöldum atburðum úr einkalífi sínu en einnig skoðunum á hinum og þessum málum.

Sá galli er á gjöf Njarðar að hver einstaklingur getur að hámarki átt 5.000 vini hverju sinni. Ef bæta þarf einhverjum við þá þarf annar að víkja. Ef utanaðkomandi sendir slíkum einstaklingi vinabeiðni þá sendir Facebook sjálfvirk skilaboð sem hljóða svo: „Þessi einstaklingur hefur náð hámarki vinabeiðna og getur ekki tekið við fleiri beiðnum.“ Fjölmargir Íslendingar hafa náð þessu hámarki og skal engan undra að stjórnmálamenn, íþróttafólk og listamenn eru þar fremstir í flokki. Í slíkum aðstæðum hafa sumir gripið til þess ráðs að búa til opinberar síður þar sem ótakmarkaður fjöldi notenda getur líkað við síðuna og fylgst þar með velvöldum atburðum í lífi viðkomandi. Dæmi um slíka síðu er aðdáendasíða þekktasta knattspyrnumanns þjóðarinnar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem um 15.000 manns hafa sýnt velþóknun sína á. Ólíkt öðrum virðist Gylfi Þór ekki halda úti persónulegri síðu, að minnsta kosti ekki opinberlega.

DV tekur saman nokkur dæmi um Íslendinga með sprungna vinalista og fyrir þá sem þurfa að bíta í það súra epli að standa fyrir utan rafrænt vinarþel einstaklinganna þá stingum við upp á raunhæfum staðgenglum.

Í hópi Íslendinga með sprungna vinalista þá er Illugi sá allra virkasti. Í raun og veru er hann einn virkasti samfélagsrýnir landsins. Hann skrifar margar færslur á dag og yfirgnæfandi meirihluti þeirra snýst um að formæla ríkjandi stjórnvöldum, sem senn stíga til hliðar. Ef einhver fengi 10 krónur fyrir hvert skipti sem Illugi hefur minnst á Sigmund Davíð, Bjarna Benediktsson og flokka þeirra á síðu sinni þetta kjörtímabilið þá yrði viðkomandi ríkur maður. Skoðanabræður hans kunna vel að meta framlag Illuga. Aðrir eru ekki hrifnir.
Illugi Jökulsson Í hópi Íslendinga með sprungna vinalista þá er Illugi sá allra virkasti. Í raun og veru er hann einn virkasti samfélagsrýnir landsins. Hann skrifar margar færslur á dag og yfirgnæfandi meirihluti þeirra snýst um að formæla ríkjandi stjórnvöldum, sem senn stíga til hliðar. Ef einhver fengi 10 krónur fyrir hvert skipti sem Illugi hefur minnst á Sigmund Davíð, Bjarna Benediktsson og flokka þeirra á síðu sinni þetta kjörtímabilið þá yrði viðkomandi ríkur maður. Skoðanabræður hans kunna vel að meta framlag Illuga. Aðrir eru ekki hrifnir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það liggur beint við að tilnefna yngri bróður Illuga sem annan valkost. Hrafn deilir pennafærni bróður síns og hefur sterka skoðanir á samfélaginu sem hann lætur af og til í ljós. Hins vegar snúast flestar færslur hans um ástríður hans í lífinu, góðgerðastarf, skák og persónulegar fjölskyldustundir.
Hrafn Jökulsson Það liggur beint við að tilnefna yngri bróður Illuga sem annan valkost. Hrafn deilir pennafærni bróður síns og hefur sterka skoðanir á samfélaginu sem hann lætur af og til í ljós. Hins vegar snúast flestar færslur hans um ástríður hans í lífinu, góðgerðastarf, skák og persónulegar fjölskyldustundir.
Fréttaþulurinn þjóðþekkti er nánast fjölskyldumeðlimur á mörgum heimilum enda hefur ásjóna hans sett svip sinn á stofur landsmanna í áraraðir. Hann er andlit Ríkisútvarpsins og því þarf engan að undra að fjölmargir Íslendingar þekkja hann persónulega eða hafa áhuga á að fylgjast með honum í leik og starfi.  Blaðamaður prófaði að senda Boga vinabeiðni en fékk sjálfvirka höfnun miðilsins. Skömmu síðar bárust skilaboð frá Boga sjálfum þar sem hann þakkaði fyrir sig, harmaði plássleysið á vinalistanum en hvatti blaðamann til þess að líka við aðra síðu í sínu nafni sem er engum takmörkunum háð. Að því er blaðamaður best veit þá er Bogi eini Íslendingurinn sem tekur á þessum málum með slíkri riddaramennsku.
Bogi Ágústsson Fréttaþulurinn þjóðþekkti er nánast fjölskyldumeðlimur á mörgum heimilum enda hefur ásjóna hans sett svip sinn á stofur landsmanna í áraraðir. Hann er andlit Ríkisútvarpsins og því þarf engan að undra að fjölmargir Íslendingar þekkja hann persónulega eða hafa áhuga á að fylgjast með honum í leik og starfi. Blaðamaður prófaði að senda Boga vinabeiðni en fékk sjálfvirka höfnun miðilsins. Skömmu síðar bárust skilaboð frá Boga sjálfum þar sem hann þakkaði fyrir sig, harmaði plássleysið á vinalistanum en hvatti blaðamann til þess að líka við aðra síðu í sínu nafni sem er engum takmörkunum háð. Að því er blaðamaður best veit þá er Bogi eini Íslendingurinn sem tekur á þessum málum með slíkri riddaramennsku.

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Þar sem Logi hefur ekki enn fyllt upp í vinakvóta sinn þá er hann augljóst val. Ekki aðeins er hann andlit 365 miðla, stærsta samkeppnisaðila RÚV, heldur ríma nöfnin þeirra Boga. Logi hefur síðan ýmislegt til brunns að bera eins og alþjóð veit. Leiftrandi húmor og skemmtilega sýn á samfélagið.
Logi Bergmann Eiðsson Þar sem Logi hefur ekki enn fyllt upp í vinakvóta sinn þá er hann augljóst val. Ekki aðeins er hann andlit 365 miðla, stærsta samkeppnisaðila RÚV, heldur ríma nöfnin þeirra Boga. Logi hefur síðan ýmislegt til brunns að bera eins og alþjóð veit. Leiftrandi húmor og skemmtilega sýn á samfélagið.
Svala hefur verið í sviðsljósinu frá barnsaldri og því þarf ekki að koma á óvart að vinalisti hennar sé löngu sprunginn. Þá situr hún í dómarasæti The Voice, einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, auk þess sem hún lét til sín taka í stjórnmálum með því að taka sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Svala er mjög virk á Facebook og deilir þar með vinum sínum í hverju hún er að stússast hverju sinni.
Svala Björgvins Svala hefur verið í sviðsljósinu frá barnsaldri og því þarf ekki að koma á óvart að vinalisti hennar sé löngu sprunginn. Þá situr hún í dómarasæti The Voice, einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, auk þess sem hún lét til sín taka í stjórnmálum með því að taka sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Svala er mjög virk á Facebook og deilir þar með vinum sínum í hverju hún er að stússast hverju sinni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það liggur þráðbeint við að tilnefna hinn kvenkyns dómarann úr The Voice. Salka Sól skaust ung fram á sjónarsviðið eins og Svala og hefur heillað þjóðina með söng, leik og dansi síðan. Hún er mjög virk á Facebook, sem og Twitter, þar sem hún vekur athygli á viðburðum sem hún kemur að, deilir með vinum lögum og lagalistum sem hún kann að meta og raunar öllu milli himins og jarðar.
Salka Sól Eyfeld Það liggur þráðbeint við að tilnefna hinn kvenkyns dómarann úr The Voice. Salka Sól skaust ung fram á sjónarsviðið eins og Svala og hefur heillað þjóðina með söng, leik og dansi síðan. Hún er mjög virk á Facebook, sem og Twitter, þar sem hún vekur athygli á viðburðum sem hún kemur að, deilir með vinum lögum og lagalistum sem hún kann að meta og raunar öllu milli himins og jarðar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Forsetinn er án efa einn vinsælasti maður landsins og því þarf ekki að koma á óvart að persónulega síðan hans er hvellsprungin. Þrátt fyrir annríkið sem fylgir embættinu þá setur hann inn færslur af og til auk þess sem aðrir vinir birta stundum myndir af forsetanum við hin ýmsu tækifæri á síðunni. Guðni Th. heldur einnig úti formlegri síðu Forseta Íslands þar sem hann greinir frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem hann sinnir, meðal annars aðkomu sinni að ríkisstjórnarmyndun eftir alþingiskosningarnar.
Guðni Th. Jóhannesson Forsetinn er án efa einn vinsælasti maður landsins og því þarf ekki að koma á óvart að persónulega síðan hans er hvellsprungin. Þrátt fyrir annríkið sem fylgir embættinu þá setur hann inn færslur af og til auk þess sem aðrir vinir birta stundum myndir af forsetanum við hin ýmsu tækifæri á síðunni. Guðni Th. heldur einnig úti formlegri síðu Forseta Íslands þar sem hann greinir frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem hann sinnir, meðal annars aðkomu sinni að ríkisstjórnarmyndun eftir alþingiskosningarnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gott silfur er gulli betra og Halla vakti verðskuldaða athygli í kosningabaráttunni um forsetaembættið eftirsótta. Segja má að Íslendingar hafi staðið frammi fyrir tveimur afar álitlegum kostum og Halla mokaði til sín fylgi á lokametrum baráttunnar. Barátta hennar vakti athygli út fyrir landsteinana og nýlega hélt hún fyrirlestur í San Fransisco ásamt sjö öðrum kvenkyns leiðtogum þar sem hún fór yfir reynslu sína af framboðinu.
Halla Tómasdóttir Gott silfur er gulli betra og Halla vakti verðskuldaða athygli í kosningabaráttunni um forsetaembættið eftirsótta. Segja má að Íslendingar hafi staðið frammi fyrir tveimur afar álitlegum kostum og Halla mokaði til sín fylgi á lokametrum baráttunnar. Barátta hennar vakti athygli út fyrir landsteinana og nýlega hélt hún fyrirlestur í San Fransisco ásamt sjö öðrum kvenkyns leiðtogum þar sem hún fór yfir reynslu sína af framboðinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Píratar hafa komið sem stormsveipur inn í íslensk stjórnmál allt frá því að flokkurinn var stofnaður fyrir fjórum árum. Þar var Birgitta í fararbroddi og hefur framganga hennar vakið mikla athygli og umtal hér heima og erlendis. Hún er umdeild en vinsæl. Hún er afar virk á samfélagsmiðlum, eins og flestir íslenskir stjórnmálamenn, og lætur þar í ljós skoðanir sínar við hvert tækifæri. Færslur hennar verða að fréttum og því vilja margir fylgjast með henni frá fyrstu hendi.
Birgitta Jónsdóttir Píratar hafa komið sem stormsveipur inn í íslensk stjórnmál allt frá því að flokkurinn var stofnaður fyrir fjórum árum. Þar var Birgitta í fararbroddi og hefur framganga hennar vakið mikla athygli og umtal hér heima og erlendis. Hún er umdeild en vinsæl. Hún er afar virk á samfélagsmiðlum, eins og flestir íslenskir stjórnmálamenn, og lætur þar í ljós skoðanir sínar við hvert tækifæri. Færslur hennar verða að fréttum og því vilja margir fylgjast með henni frá fyrstu hendi.
Katrín er einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins, jafnt meðal skoðanasystkina og andstæðinga. Það skýtur því skökku við að hún eigi nóg pláss á vinalista sínum á Facebook. Það skýrist væntanlega af því að Katrín samþykkir, í flestum tilvikum, aðeins þá sem hún þekkir persónulega. Það er óvenjulegt meðal stjórnmálamanna sem flestir telja að samfélagsmiðilinn sé kjörinn vettvangur til þess að halda nánu sambandi við kjósendur.
Katrín Jakobsdóttir Katrín er einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins, jafnt meðal skoðanasystkina og andstæðinga. Það skýtur því skökku við að hún eigi nóg pláss á vinalista sínum á Facebook. Það skýrist væntanlega af því að Katrín samþykkir, í flestum tilvikum, aðeins þá sem hún þekkir persónulega. Það er óvenjulegt meðal stjórnmálamanna sem flestir telja að samfélagsmiðilinn sé kjörinn vettvangur til þess að halda nánu sambandi við kjósendur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Arna Ýr var kosin fegurðardrottning Íslands árið 2015 og var í kjölfarið fulltrúi Íslands á Miss World og síðar Miss Grand International. Hún vakti heimsathygli þegar hún hætti í síðarnefndu keppninni eftir að eigandi keppninnar hafði farið fram á að hún létti sig til þess að eiga möguleika á að vinna til verðlauna. Allir helstu miðlar heims fjölluðu um fegurðardrottninguna í kjölfarið og fylgst hefur verið með hverju skrefi hennar. Það er því ekki að undra að vinalisti hennar sé stútfullur.
Arna Ýr Jónsdóttir Arna Ýr var kosin fegurðardrottning Íslands árið 2015 og var í kjölfarið fulltrúi Íslands á Miss World og síðar Miss Grand International. Hún vakti heimsathygli þegar hún hætti í síðarnefndu keppninni eftir að eigandi keppninnar hafði farið fram á að hún létti sig til þess að eiga möguleika á að vinna til verðlauna. Allir helstu miðlar heims fjölluðu um fegurðardrottninguna í kjölfarið og fylgst hefur verið með hverju skrefi hennar. Það er því ekki að undra að vinalisti hennar sé stútfullur.
Manuela var kjörin ungfrú Ísland árið 2002 og hefur síðan þá vakið athygli hvar sem hún fer. Hún á enn pláss á vinalista sínum á Facebook en þar koma nokkuð reglulega inn myndir og færslur. Manuela hefur þó slegið í gegn á öðrum miðli en hún er einn vinsælasti Íslendingurinn á Snapchat þar sem hún deilir myndböndum í gríð og erg af sér í leik og starfi.
Manuela Ósk Harðardóttir Manuela var kjörin ungfrú Ísland árið 2002 og hefur síðan þá vakið athygli hvar sem hún fer. Hún á enn pláss á vinalista sínum á Facebook en þar koma nokkuð reglulega inn myndir og færslur. Manuela hefur þó slegið í gegn á öðrum miðli en hún er einn vinsælasti Íslendingurinn á Snapchat þar sem hún deilir myndböndum í gríð og erg af sér í leik og starfi.

Mynd: © Rakel Ósk Sigurðardóttir

Fáir endurspegla íslensk þjóðlíf jafnvel og Bubbi Morthens. Hann er fljótur að tileinka sér það sem er í gangi í samfélaginu og var fljótur að slá í gegn á Facebook og síðar Snapchat. Vinalisti Bubba fylltist fyrir löngu enda lætur hann þar gamminn geisa um málefni líðandi stundar en deilir einnig persónulegum hlutum reglulega.
Bubbi Morthens Fáir endurspegla íslensk þjóðlíf jafnvel og Bubbi Morthens. Hann er fljótur að tileinka sér það sem er í gangi í samfélaginu og var fljótur að slá í gegn á Facebook og síðar Snapchat. Vinalisti Bubba fylltist fyrir löngu enda lætur hann þar gamminn geisa um málefni líðandi stundar en deilir einnig persónulegum hlutum reglulega.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ef Bubbi er dáðasti tónlistarmaður þjóðarinnar þá er Gylfi sá umdeildasti. Það helgast af skoðunum hans sem eru algjörlega á skjön við alla pólitíska rétthugsun. Gylfi er ófeiminn við að básúna þær við öll möguleg tækifæri og það gerir hann í gríð og erg á Facebook. Vinalistinn er ekki fullur ennþá en Gylfi tekur öllum fagnandi.
Gylfi Ægisson Ef Bubbi er dáðasti tónlistarmaður þjóðarinnar þá er Gylfi sá umdeildasti. Það helgast af skoðunum hans sem eru algjörlega á skjön við alla pólitíska rétthugsun. Gylfi er ófeiminn við að básúna þær við öll möguleg tækifæri og það gerir hann í gríð og erg á Facebook. Vinalistinn er ekki fullur ennþá en Gylfi tekur öllum fagnandi.

Dæmi um aðra Íslendinga sem fyllt hafa kvótann

  • Björgvin Halldórsson
  • Dagur B. Eggertsson
  • Bjarni Benediktsson
  • Óttarr Proppé
  • Björk Vilhelmsdóttir
  • Margrét Gauja Magnúsdóttir
  • Katrín Júlíusdóttir
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Alfreð Finnbogason
  • Vigdís Hauksdóttir
  • Helgi Seljan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“