fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Fór á stefnumót og stakk ítrekað af frá reikningnum – Nú hefur dómur verið kveðinn upp

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Gonzales, 45 ára karlmaður í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum, fer seint í metabækurnar fyrir herramennsku sína. Gonzales komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar greint var frá óvenjulegri ákæru á hendur honum.

Gonzales þessi stundaði það nefnilega að bjóða konum á stefnumót á fín veitingahús. Þegar búið var að borða sagðist Gonzales þurfa að bregða sér afsíðis, ýmist á salerni eða í símann. Greip hann tækifærið og stakk af frá reikningnum. Gerði hann þetta í að minnsta kosti þrígang.

Nú hefur dómur í málinu verið kveðinn upp og eflaust getur Gonzales huggað sig við það að fá áfram ókeypis máltíðir. En í þetta skiptið getur hann ekki stungið af frá reikningnum. Dómari dæmdi hann í 120 daga fangelsi fyrir brot sín.

Brotin áttu sér stað á tímabilinu maí 2016 og fram í apríl 2018 en reikningarnir sem Gonzales stakk af frá námu yfirleitt rúmum 100 dollurum. Konunum kynntist hann með aðstoð stefnumótaforrita eins og Bumble, en í dómnum var Gonzales bannað að nota þesskonar þjónustur næstu þrjú árin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum