fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Benedikta leitaði að föður sínum í tuttugu ár: „Get núna loksins kallað mig Eiríksdóttur“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig grunaði aldrei að ég þyrfti að leita að honum og hvað þá að þetta tæki allan þennan tíma. Ég var samt alltaf sannfærð um að ég yrði að finna út hverra manna ég væri. Ég gat ekki hætt þarna,“ segir Benedikta Eik Eiríksdóttir en hún varð fyrir miklu áfalli fyrir rúmlega tveimur áratugum þegar í ljós kom að hún var rangfeðruð. Það var ekki fyrr en á seinasta ári að henni tókst að hafa uppi á nafni blóðföðurs síns.Benedikta hefur tvisvar áður sagt sögu sína opinberlega í viðtali við Kastljós. Fyrra skiptið var árið 2008 og seinna skiptið var í desember síðastliðnum.

Í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs kveðst Benedikta hafa fengið áfall þegar hún fékk að vita að hún væri ekki dóttir mannsins sem skráður var í þjóðskrá sem faðir hennar.

Á seinasta ári fékk Benedikta síðan símtal frá ókunnugri manneskju sem tjáði hennar að faðir hennar héti Eiríkur Ragnar Guðjónsson. Við nánari aðgrennslan kom í ljós að Eiríkur Ragnar hafði látist árið 2013.

„Ég náði aldrei að hitta hann því miður. Ég mun bara þekkja pabba minn í gegnum hans nánustu. Mér tókst hins vegar að finna hann og fyrir það er ég gríðarlega þakklát,“ segir Benedikta en þó að hún hafi ekki fengið tækifæri til að kynnast föður sínum þá reyndist það henni mikil blessun að eignast fimm ný systkini á einni nóttu. Síðar átti hún eftir að höfða véfengingarmál gegn móður sinni og manninum sem henni hafði áður verið talin trú um að væri faðir hennar. Hún fékk í kjölfarið staðfest fyrir dómi að Eiríkur Ragnar Guðjónsson væri hennar líffræðilegi faðir.

„Ég hef ekki getað kallað mig dóttur neins í tuttugu ár og get núna loksins kallað mig Eiríksdóttur í þjóðskrá samkvæmt úrskurði héraðsdóms og það er mjög mikilvægt fyrir mig. Þegar ég sá fram á að þurfa að stefna nýju systkinum mínum fyrir dóm og gera þetta mál opinbert þá setti ég mig í stellingar og hélt að þau yrðu ósátt við það. Það varð aldrei og þau sýndu mér fullan skilning og fyrir það er ég óendanlega þakklát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar