fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Skelfileg mistök skurðlæknis – Ætlaði að fjarlægja æxli en fjarlægði svolítið annað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 18:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2016 lagðist Maureen Pacheco, 51 árs, inn á sjúkrahús í Flórída í Bandaríkjunum. Þar átti að gera skurðaðgerð á henni og spengja saman bein í mænu hennar. þegar Ramon Vasquez, skurðlæknir, skar hana upp sá hann eitthvað í grindarholinu og taldi það vera æxli. Hann fjarlægði því þetta meinta æxli. En það sem hann áttaði sig greinilega ekki á var að hér var ekki um æxli að ræða heldur nýra. Pacehco fór því af sjúkrahúsinu nýra fátækari.

Yfirleitt eru nýrun sitt hvoru megin við hrygginn í svipaðri hæð og rifin en það getur gerst að þau færist ekki úr grindarholinu og á hefðbundinn stað. Þau virka samt sem áður yfirleitt þrátt fyrir þetta.

Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Pacheco að hún óttist að síðar kunni að koma upp vandræði vegna þessa og að hún þurfi hugsanlega að gangast undir nýrnaígræðslu. Hún segir að ef Vasquez hefði bara skoðað sneiðmyndirnar, sem hann fékk, hefði hann séð að nýrað var staðsett á óvenjulegum stað.

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld flokka mistök sem þessi í flokk sem nefnist „á ekki að gerast“ en samt sem áður verða mistök. Frá apríl og fram í september á þessu ári var tilkynnt um 96 mistök, sem falla undir þennan flokk, í landinu. Þau voru allt frá því að rangt brjóst var fjarlægt við brjóstnám, eggjastokkur var fjarlægður fyrir mistök og rangur hluti ristils var fjarlægður.

Til að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi eru ýmsir verkferlar við lýði en samt sem áður verða mistök.

Sátt hefur verið gerð á milli Pacheco og Vasquez og greiðir hann henni ótilgreinda upphæð í bætur. Þetta eru fyrstu mistökin sem hann gerir á læknisferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana