fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

2.000 manns hafa leitað að 12 ára dreng með þroskahömlun í nótt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 05:30

Dante. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 2.000 manns hafa í nótt leitað að 12 ára dreng með þroskahömlun á stóru svæði í Falkenberg sem er um 15 km sunnan við Gautaborg í Svíþjóð. Drengurinn, sem heitir Dante, fór út að viðra hundinn sinn síðdegis á þriðjudaginn en skilaði sér ekki heim aftur. Hundurinn fannst seinna um kvöldið en hvorki hefur fundist tangur né tetur af Dante.

Lögreglan heldur öllum möguleikum opnum við rannsókn málsins og hóf á miðvikudaginn rannsókn á hvort Dante hefði verið rænt. Frá því í gær hefur leitin að miklu leyti beinst að ánni Ätran og hafa kafarar verið þar að störfum. Í gærkvöldi ákvað lögreglan að láta lækka vatnsyfirborðið í ánni til að auðvelda köfurum störf sín.

Aftonbladet hefur eftir Tommy Nyman, talsmanni lögreglunnar, að talið sé að Dante sé á Falkenbergsvæðinu. Lögreglan heldur leit áfram af fullum krafti og segist ekki hafa neinar áætlanir um að draga úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti