fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Állistamaðurinn Odee hannaði listaverk fyrir bjórumbúðir WOW air

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee fékk það óvenjulega og skemmtilega verkefni að hanna umbúðir utan um bjór sem WOW air mun veita gestum á Íslensku bjórhátíðinni sem hefst á morgun.

„Þetta var virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni. Mjög krefjandi að hanna verkið svo að það hentaði þörfum WOW air en samt vera sjálfstætt Odee verk,“ segir Odee.

„Ég hef haft mikinn áhuga á vöruhönnun og auglýsingum þannig að þetta verkefni féll vel að því sem ég hef verið að stefna að.“

„Ég hef verið að nota leppinn til að leiðrétta litskekkju á milli augnanna meðan ég er að skapa listaverkin, WOW air létu græja fyrir mig lepp í WOW litunum.“
Leppur leiðréttir litskekkju „Ég hef verið að nota leppinn til að leiðrétta litskekkju á milli augnanna meðan ég er að skapa listaverkin, WOW air létu græja fyrir mig lepp í WOW litunum.“

„Það er mikill áhugi fyrir því að setja sjálft álverkið af þessu listaverki (bjórverkinu) í nýju höfuðstöðvar WOW air,“ segir Odee. „Verkið heitir I’m in Paradise og á að vera táknrænt fyrir ferðalagið frá paradís, vinstri helmingur verksins, sem er táknrænn fyrir útlönd og heim til Íslands, hægri hlið verksins.“

WOW air er einn af styrktaraðilum Íslensku bjórhátíðarinnar, sem fer nú fram í sjöunda sinn og verður hún haldin á Kex hostel 22. – 25. febrúar næstkomandi.

Odee var í viðtali við DV í lok síðasta sumars, sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“
Fókus
Fyrir 1 viku

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður