fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Svona kemstu hjá því að borga fyrir handfarangurinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir flugfélagsins Ryanair voru margir hverjir óhressir þegar tilkynnt var að rukkað yrði fyrir allan handfarangur um borð í vélum félagsins. Lee Cimino, sem hefur reglulega flogið með Ryanair – og kveðst meira að segja vera aðdáandi – ákvað að athuga hvort hann kæmist upp með að fara framhjá þessum reglum. Myndband af tilraun hans hefur vakið talsverða athygli.

„Ég elska Ryanair en mér finnst þessi nýja gjaldtaka ganga svolítið langt,“ segir hann við Press Association.

Lee útbjó sérstakan frakka með nógu mörgum hólfum til að handfarangurinn yrði óþarfur með öllu. Hann hélt svo á flugvöllinn í Manchester þar sem hann átti bókað flug til Belfast. Það er skemmst frá því að segja að tilraun Lee tókst fullkomlega og komst hann um borð í vélina án þess að fá athugasemd.

Lee segir að myndbandinu hafi verið vel tekið. „Sumir segja að ég sé nískur en það er ekki þannig. Ég hef ekkert á móti Ryanair en ég vildi bara vekja athygli á þessu,“ segir hann.

Forsvarsmenn Ryanair hafa sagt að nýja gjaldið muni auka skilvirkni á flugvöllum og gera allt ferlið hraðvirkara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru