fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Kínverjar ætla að smíða tungl og senda á braut um jörðina – Á að endurkasta sólarljósi og draga úr myrkri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 18:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Chengdu í Kína er dimmt, of dimmt. Að minnsta kosti að mati Wu Chunfeng sem býr í þessari milljónaborg í suðvesturhluta landsins. Það væri þá kannski ráð að nota ljósastaura til að lýsa borgina upp en það er ekki það sem Chunfeng hefur í huga. Hann ætlar að byggja tungl, á borð við tunglið sem blasir öðru hvoru við okkur á himninum, og senda á braut um jörðina.

Þetta nýja tungl á að endurkasta sólarljósi til Chengdu og þannig lýsa borgina upp að næturlagi. Ætlunin er að tunglið fari á braut um jörðina eftir tvö ár. Það á ekki að keppa við sólina um styrkleika en hann á að vera á borð við birtuna sem ræður ríkjum þegar sólin er að setjast. Nýja tunglið á að vera viðbót við hið hefðbundna og náttúrulega tunglsljós. Peoples Daily skýrir frá þessu.

Chenfeng, sem er forstjóri geimferðafyrirtækisins CASC sem er stærsti framleiðandi tæknilausna fyrir kínversku geimferðaáætlunina, segir að nýja tunglið eigi að lýsa upp 10-80 ferkílómetra svæði. Það á að vera hægt að stýra birtunni frá því með mikilli nákvæmni og styrkurinn á að vera átta sinnum meiri en styrkur náttúrlega tunglsins og því verður óþarfi að nota ljósastaura og aðra götulýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun