fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Gylfi tók Alfreð á skotæfingar: Frábært mark hjá honum

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands í kvöld, segir að liðið hafi ekki verið langt frá því að fá stig gegn Sviss á Laugardalsvelli.

Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap að lokum en pressaði stíft að marki gestanna undir lok leiksins.

,,Við vorum ekki langt frá því að jafna. Við settum mikla pressu undir lokin en runnum út á tíma,“ sagði Gylfi.

,,Þessi leikur var mjög jafn, allavegana í fyrri hálfleik. Eftir fyrsta markið þeirra opnast leikurinn aðeins því við þurfum að taka sénsa.“

,,Bæði mörkin þeirra frá okkar sjónarhorni þá eru þau svekkjandi og eitthvað sem við getum komið í veg fyrir.“

,,Á móti svona liði sem vill halda boltanum þá þegar þeir skora fyrsta markið þá spilast þetta upp í þeirra hendur. Við þurfum að teygja á liðinu og taka sénsa.“

Gylfi var nálægt því að skora í fyrri hálfleik en veit ekki hvort hann hafi gert rétt með að taka skot í fyrsta.

,,Ég hefði getað tekið touch, ég ákvað að skjóta og koma markmanninum á óvart en þetta var ágætlega varið hjá honum.“

Alfreð Finnbogason skoraði frábært mark fyrir Ísland í leiknum en Gylfi hefur verið að kenna honum á æfingasvæðinu.

,,Við höfum farið yfir þetta í vikunni, frábært mark hjá honum og ég er ánægður meðað hann sé að skora fyrir utan teig núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park