fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld en liðin áttust við á Laugardalsvelli.

Ísland hefur oft spilað betur en í kvöld en fyrstu 80 mínúturnar voru mjög slakar hjá okkar mönnum.

Eftir mark Alfreðs Finnbogasonar tók Ísland þó við sér og sýndi klærnar síðustu tíu mínútur leiksins.

Tap þó staðreynd í Laugardalnum og er Ísland fallið úr A deild.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er erfitt að tala um eitthvað jákvætt við þennan leik. Við fengum ekki á okkur sex mörk eins og í síðustu viðureign sem er ánægjulegt.

Þjóðin stóð við bakið á strákunum á Laugardalsvelli og lét vel í sér heyra þrátt fyrir gríðarlegan kulda.

Alfreð Finnbogason skoraði stórkostlegt mark í leiknum. Ákvað að taka þrumuna fyrir utan teig og það skilaði sér.

Við tókum svo sannarlega við okkur eftir mark Alfreðs. Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar? Vorum gríðarlega nálægt því að jafna.

Mínus:

Það er búið að byggja upp ákveðinn ‘standard’ í þessu landsliði og var frammistaða kvöldsins langt fyrir neðan hann.

Vinstri vængurinn var heilt yfir slakur í leiknum. Þeir Arnór Ingvi Traustason og Hörður Björgvin Magnússon náðu ekki vel saman.

Það er mikið áhyggjuefni að Sviss var svo langt frá því að spila sinn besta leik í kvöld. Unnu samt nokkuð sannfærandi að lokum þrátt fyrir góðar lokamínútur Íslands.

Ísland er yfirleitt minna með boltann en við sköpum nánast alltaf færi. Við fengum nánast engin færi til að skora í þessum leik þar til í blálokin.

Það er erfitt að segja til nákvæmlega hvað er að klikka. Liðið er einfaldlega skugginn af sjálfu sér þessa dagana.

Ísland er fallið úr A deild eftir tapið í kvöld. Við erum á leið í B deildina og það nokkuð verðskuldað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó