fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Bræður berjast á flugeldamarkaði

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinustu dagar ársins í flugeldasölu fara senn í hönd. Salan hefur á flestum stöðum gengið vel, sérstaklega hjá björgunarsveitunum landsins. Eins og áður hefur verið hávær umræða um aðkomu einkaaðila að flugeldamarkaðinum og er það vilji margra að björgunarsveitirnar fái hreinlega einkarétt á sölu flugelda.

Erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra einkaaðila sem sem selja flugelda en þeir eru þó allnokkrir, meðal annars Púðurkerlingin, Stjörnuljós flugeldar og Net flugeldar. Svo skemmtilega vill til að bræður reka hvor sína flugeldasöluna og eru því í samkeppni á þessum umdeilda markaði.

Það eru þeir Einar S. Ólafsson, sem rekur Alvöru flugelda, og Rúnar Ólafsson, sem rekur Stóra flugeldamarkaðinn við Smiðshöfða. Einar virðist talsvert umsvifameiri en hann er með tvo sölustaði í Kópavogi sem og sölustað á Akureyri. Þeir bræður ráku flugeldasöluna saman fyrsta árið en síðan skildi leiðir. Einar vildi ganga sinn veg en Rúnar annan veg.

DV hafði samband við þá bræður til þess að ræða við þá um hvort að rígur væri milli þeirra út af samkeppninni. Óhætt er að segja að blaðamaður hafi fengið óblíðar móttökur. Fyrst var hringt í Einar og sagði hann orðrétt: „Finnst þér þetta upphefjandi fyrir þig sem persónu?“ og þvertók fyrir að rígur væri til staðar.

Því næst hringdi blaðamaður í Rúnar og þar tók ekki betra við „Þú og þinn sorpmiðill eruð að reyna að búa til einhverja þvælu. Hættu að búa til þvælu,“ sagði Rúnar þegar blaðamaður hafði samband og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið. DV óskar þeim bræðrum alls hins besta á lokaspretti vertíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta