fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Bandaríkin eiga ekkert svar við nýrri kafbátategund Rússa – Skjóta flugskeytum sem fara á fimmföldum hljóðhraða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 21:30

Rússneskur kafbátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum bandarískra leyniþjónustustofnana eru Rússar að vinna að þróun og smíði nýrrar tegundar kafbáta sem á að taka í notkun 2024. Kafbátategundin nefnist Borei II og er fjórða kynslóð kjarnorkuknúinna kafbáta. Þeir verða vopnaðir langdrægum eldflaugum sem geta flogið á fimmföldum hljóðhraða.

CNBC skýrir frá þessu. Fram kemur að til að fjármagna smíði átta kafbáta af þessari tegund hafi fé verið tekið úr öðrum verkefnum hersins. Hver þessara kafbáta mun geta borið 20 langdrægar eldflaugar, sem nefnast Bulava, en hver þeirra getur borið 100 til 150 kílótonna kjarnorkusprengjur en það eru 10 sinnum öflugri sprengjur en varpað var á Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Eldflaugarnar geta náð allt að fimmföldum hljóðhraða.

Bandaríkin eiga ekki kafbáta né eldflaugar sem jafnast á við þetta og því virðast Rússar vera að ná yfirburðum á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm