fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Þóra syngur Strauss á fimmtudag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 20. september kl. 20 syngur Þóra Einarsdóttir Fjóra síðustu söngva eftir Richard Strauss í Eldborgarsal Hörpu. Angurvær tónlistin hefur yfir sér rómantískan blæ og silkimjúkar sópranhendingarnar eru með því fegursta sem fest hefur verið á blað. Einnig hljómar tónaljóð Strauss um skálkinn Ugluspegil sem er eitt hans dáðasta verk. Að lokum leikur hljómsveitin Sinfóníu nr. 5 eftir Pjotr Tsjajkovskíj sem er eitt hinna glæsilegu hljómsveitarverka rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.
 
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Petri Sakari. Í nóvember 2018 fagnar Petri sextugsafmæli sínu og um sama leyti eru liðin 30 ár frá því að hann tók fyrst við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar sem hann gengdi með hléum frá 1987 til 1998.
 
Petri Sakari hefur verið einn helsti samstarfsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil og framlag hans til vaxtar hljómsveitarinnar er ómetanlegt. Í nóvember 2018 fagnar Petri sextugsafmæli sínu og um sama leyti eru liðin 30 ár frá því að hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, sem sannarlega var gæfuspor. Í tilefni af þessu tvöfalda afmæli stjórnar Sakari efnisskrá helgaða tveimur meisturum hljómsveitartónlistar: Pjotr Tsjajkovskíj og Richard Strauss.
Tónaljóð Strauss um skálkinn Ugluspegil er eitt hans dáðasta verk, hrein skemmtimúsík þar sem uppátæki sagnapersónunnar eru útlistuð með óborganlegum hætti. Fjórir síðustu söngvar voru síðasta verkið sem Strauss lauk við, kominn á níræðisaldur í rústum heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1948. Angurvær tónlistin hefur yfir sér rómantískan blæ og silkimjúkar sópranhendingarnar eru með því fegursta sem fest hefur verið á blað. Hér er það Þóra Einarsdóttir sem flytur verkið, en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta og dáðasta söngkona þjóðarinnar. Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er eitt af hinum glæsilegu hljómsveitarverkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Í gær

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar