fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Unglingsstúlkur elta Örnu Ír: Allt Örnu Ýri að kenna

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. október 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var ekki alveg að átta mig á þessu, allt í einu fóru að hrúgast inn vinabeiðnir,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, bæjarfulltrúi og frambjóðandi fyrir Samfylkinguna en það kom henni nokkuð á óvart þegar fjöldi fylgjenda hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat tók skyndilegan kipp síðastliðið laugardagskvöld. Fljótlega kom þó ástæðan í ljós.

Arna skipar þriðja sætið fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi, en í samtali við blaðamann kveðst hún ekki beint vera sú virkasta á samfélagsmiðlinum.

„Ég hef hingað til aðeins verið með nánustu fjölskyldu og vini sem fylgjendur, en maður hefur náttúrulega tekið eftir að þetta er mjög vinsæll miðill hjá ungu kynslóðinni,“ segir hún en rás hennar á Snapchat ber heitið arnair.

Það var síðan á laugardagskvöldið sem að fylgjendahópur Örnu fór skyndilega sístækkandi. Skömmu áður hafði fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir birt tilfinningaþrungin myndskeið á Snapchat rás sinni arnayr, þar sem hún greindi frá samskiptum sínum við eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas.

Það er ekki að spyrja að því að fregnir eru fljótar að berast á tímum samfélagsmiðla.

„Allt í einu fór fullt af unglingsstúlkum sem ég þekkti ekkert að vilja fylgjast með mér og ég skildi ekki neitt í neinu,“ segir Arna hlæjandi en bætir við að þegar hún hafi farið inn á fréttamiðla síðar um kvöldið og lesið um raunir Örnu Ýrar hafi hún lagt saman tvo og tvo.

Hún viðurkennir glettilega að það hafi verið örlítið svekkjandi að komast að ástæðunni fyrir þessari skyndilegu frægð, en tekur undir að ef til vill megi nýta það nú í aðdraganda kosninga. Þá segir Arna Ír glettin að henni hafi hvorki borist gjafir eða tilboð vegna þessa óvæntu frægðar.

Blaðamaður nýtir tækifærið og spyr frambjóðandann hverju hún vilji koma á framfæri fyrir næsta laugardag. Svarið er einfalt.

„Ég vil bara endilega hvetja alla til að nýta sér kosningaréttinn. Vera vel upplýstir og kynna sér málefni flokkanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig