fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

„Eru börn, fædd 14. október, ódýrari en börn fædd 15. október?“

Undirskriftasöfnun hafin

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 16. október 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar frétta, um hækkun fæðingarorlofsstyrks fyrir foreldra sem fæða börn sín 15. október eða síðar, var hafin undirskriftasöfnun til handa þeim foreldrum sem fæddu börn sín fyrir miðnætti 14. október. Þetta var tilkynnt á hinum geysivinsæla samræðuvettvangi Beauty Tips á Facebook.

„Við undirrituð skorum á ríkisstjórnina að gæta jafnræðis meðal foreldra sem fá greitt úr fæðingarorlofssjóði. Við teljum rétt að um greiðslur til foreldra, sem fá greitt úr sjóðnum á sama tíma, gildi sömu reglur óháð fæðingardegi barns. Engin rök standa til þeirrar mismununar sem boðuð hefur verið. Því krefjumst við þess að þær breytingar sem boðaðar hafa verið á fæðingarorlofsgreiðslum og taka munu gildi 15. október næstkomandi verði almennar en ekki bundnar því skilyrði að barn foreldris sé fætt 15. október 2016 eða síðar,“ stendur á vef undirskrifasöfnunarinnar. Yfir tvöþúsund manns hafa nú þegar skrifað undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel