fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Leit Andreu að áströlskum hjónum rataði í heimsfréttirnar

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var bara alveg ákveðin í að finna þau,“ segir Andrea Hauksdóttir í samtali við blaðamann DV en á fögunum auglýsti hún á facebook eftir ónefndu áströlsku pari sem hún hafði komist í kynni við í Tælandi árið 2013. Parið var á þeim tíma nýgift og tók Andrea af þeim fallegar ljósmyndir. Leitin átti svo sannarlega eftir að vinda upp á sig og leiddi meðal annars til þess að ástralskur útvarpsþáttur hafi samband við Andreu í því skyni að hjálpa henni að finna parið.

Forsaga málsins er sú að Andrea var í bakpokaferðalagi um Tæland í mars 2013. Í Koh Phi Phi komst hún í kynni við hin nýgiftu hjón sem voru þar stödd í brúðkaupsferð. Í kjölfarið fóru þau saman í bátsferð þar sem Andrea smellti meðfylgjandi myndum af parinu og lýsir hún því þannig að aðstæðurnar hafi verið nokkuð krefjandi þar sem hún þurfti troða marvaða í vatninu á meðan hún smellti af.

Vel fór á með Andreu og hjónunum. „Ég lofaði síðan að senda þeim myndirnar og tók niður nöfnin og adressuna hjá þeim. Síðan gerist það að ég týndi upplýsingunum sem ég hafði skrifað niður. Ofan á það krassaði kortið á myndavélinni minni. Fyrir rúmu ári fékk ég síðan viðgerðarmann til að gera við kortið og þá fann ég myndirnar, ásamt fleiri myndum sem ég hafði tekið.“

Andrea kveðst ólm hafa viljað koma myndunum til parsins en hafði takmarkaðar upplýsingar til að byggja á. „Það eina sem ég vissi var að þau væru frá Melbourne og að konan hét Bianca og átti pólska foreldra.“

Leitaði Andrea því á náðir samfélagsmiðla þar sem hún tók fram að parið væri frá Melbourne í Ástralíu og bað fólk um að deila upplýsingunum. Tugir einstaklinga deildu færslunni sem hún birti á facebooksíðu sinni þann 1.október síðastliðinn.

„Það var alveg slatti af fólki sem setti sig síðan í samband við mig og bauðst til að setja sig í samband við fólk sem það þekkir í Ástralíu,“ heldur hún áfram og kveðst hafa verið nokkuð vongóð um að finna parið þrátt fyrir að það væri staðsett hinum megin á hnettinum, í fimm milljón manna borg. „Ég vonaði bara að þau væru ekki skilin, því þá myndi þá verða frekar vandræðalegt!“

Svo gerist það að ástralskur útvarpsþáttur hefur samband við mig og ég fer í viðtal við þá. Móðir náins vinar þeirra hlustar síðan á þáttinn og kveikir á því að þetta séu þau. Ég fékk síðan skilaboð frá þeim á facebook og það var æðislegt að heyra í þeim,“ segir hún síðan en fréttamiðlarnir Daily Mail og 3AW hafa einnig fjallað um leit Andreu.

Í ljós kom að parið var svo sannarlega enn gift og hamingusamt með eindæmum. „Þau voru ótrúlega glöð að fá myndirnar og sögðu að þetta hefði verið besti parturinn af ferðinni,“ segir hún og tekur undir að máttur samfélagsmiðla sé svo sannarlega mikill, og sýni í raun hvað heimurinn sé orðinn lítill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“