fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Rachel Wish gefur út lagið CandyGlass

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 19:30

Mynd: Zakas Photography.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Rachel Wish sendi síðastliðinn fimmtudag frá sér sitt fyrsta lag, CandyGlass og er lagið komið út á helstu tónlistarveitum heims; Spotify, Tidal, YouTube, Deezer, iTunes, Google Play, Shazam og fleiri.

Rachel Wish er hugarfóstur Rakelar Óskar Þorgeirsdóttur og Svans Herbertssonar, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Swan Swan H. Í tónlistarsköpun sinni blanda þau saman ljóðlist og flautuleik Rakelar og hljóðheimum sem Svanur töfrar fram með sínu sérstaka „bítí“ og Ableton Live.

„Alheimurinn sendi okkur Rachel Wish til þess að tendra neistann í okkar innsta kjarna með sínum trylltu rauðu lokkum, töfraflautum og rafrænni pönkljóðlist,“ segir Rakel Ósk.

Mynd: Zakas Photography.

Rakel Ósk og Svanur byrjuðu að skapa tónlist saman fyrr á þessu ári og upp úr þeim þreifingum spratt Rachel Wish fullsköpuð með slíkum krafti að sex laga EP-plata er væntanleg í vetur.

Flestir þekkja Rachel Wish sem módelið Rakel Ósk sem vakti töluverða athygli fyrir nokkrum misserum á Side9 pige síðunni í Ekstra Bladet í Danmörku.

„Það tók smá tíma fyrir Rakel að ná mainstream 80’s poppinu úr mér því ég hoppaði yfir í þetta verkefni beint eftir að hafa verið að klára U.F.O-plötuna,“ segir Svanur. „Rakel vildi fara með þetta í mjög hráa pönkaða synthwave-stefnu og var mjög ákveðin í því að það mætti alls ekki vera neitt „mainstream shit“ í gangi.

Dúóið stefnir á að gefa út tvo aðra „síngla“ á næstunni en byrjar ballið með CandyGlass.

Lagið verður frumflutt á Plug&Play kvöldi á Boston þann 6. september næstkomandi.

Hlaða má laginu frítt niður hér.

Lagið á Spotify.

Facebooksíða Rachel Wish.

Facebooksíða Swan Swan H.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum