fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Þetta er besti veitingastaður í heimi

Pressan
Föstudaginn 20. júní 2025 19:30

Maturinn á Maido í Perú þykir framúrskarandi. Mynd/50Best

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir matgæðingar sem vilja heimsækja besta veitingastað í heimi gætu átt langt ferðalag fyrir höndum því umræddur veitingastaður, allavega fyrir árið 2025, er í Perú.

Vefritið 50 Best stendur árlega fyrir valinu á bestu veitingastöðum heims en listinn er byggður á atkvæðum dómnefndar sem skipuð er yfir þúsund matgæðingum um allan heim. Þó að taka megi slíkum listum með ákveðnum fyrirvara þykir þessi gefa ágæta mynd af því besta sem gerist í veitingahúsabransanum um víða veröld.

Veitingastaðurinn sem varð hlutskarpastur í ár heitir Maido og er hann í Lima, höfuðborg Perú. Það er japanski meistarakokkurinn Mitsuharu Tsumura sem rekur staðinn en hann opnaði árið 2009. Á veitingastaðnum er japanskri matargerð blandað við perúska matargerð svo úr verða afar gómsætir réttir sem eru auk þess mikið fyrir augað.

Enginn íslenskur staður er á topp 50 listanum og aðeins einn staður frá Bandaríkjunum kemst á listann, Atomix í New York, sem er í 12. sæti. Þess má þó geta að veitingastaðir sem áður hafa verið valdir bestir eru útilokaðir frá þátttöku og á þetta til dæmis við Eleven Madison Park í New York og French Laundry í Kaliforníu.

Topp tíu listinn:

Maido, Lima, Perú
Asador Etxebarri, Atxondo, Spánn
Quintonil, Mexíkóborg
Diverxo, Madrid, Spánn
Alchemist, Kaupmannahöfn, Danmörk
Gaggan, Bangkok, Taíland
Sézanne, Tokyo, Japan
Table by Bruno Verjus, París, Frakklandi
Kjolle, Lima, Perú
Don Julio, Buenos Aires, Argentína

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum