fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

„Það var alltaf bíll sem kom einu sinni í mánuði um nótt og var svo farinn eldsnemma morguns“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 08:00

Skjáskot Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Raufarhöfn eru margir hverjir furðu slegnir vegna umfangsmikillar lögregluaðgerðar í bænum á miðvikudagskvöld.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því í gærmorgun að á miðvikudagskvöld hefði verið farið í samræmdar lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum á landinu þar sem framkvæmdar voru húsleitir að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Kom fram í tilkynningu lögreglu að hún hefði um nokkurt skeið unnið að rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Tók lögregla fram að með aðgerðum hafi verið unnt að staðfesta þessar grunsemdir.

Sjá einnig: Húsleitir víða í gær og farið fram á gæsluvarðhald í dag

Eitt þessara húsa sem rannsókn lögreglu beindist að er á Raufarhöfn og ræðir Morgunblaðið í dag við íbúa á svæðinu sem segja að ýmislega skrýtið hafi verið í gangi í umræddu húsi.

Haft er eftir einum íbúa að húsið hafi verið selt fyrir þremur eða fjórum árum og rætt hafi verið um það meðal íbúa að þar ætlaði eldri maður að búa einn.

„Fólk fór fljótlega að taka eftir því að það var alltaf bíll sem kom einu sinni í mánuði um nótt og var svo farinn eldsnemma morguns,“ er haft eftir íbúanum í frétt Morgunblaðsins.

Þá hafi menn tengdir húsinu komið á um það bil tveggja vikna fresti og leikið sig „heimska“ þar sem þeir þóttust ekki tala neitt tungumál og borguðu alltaf með peningum.

Í frétt Vísis í gær kom kom fram að íbúar á Raufarhöfn hefðu lýst því að erlendur maður hefði búið í húsinu síðasta árið, líklega einstaklingur frá Austur-Evrópu. Einhverjir sögðu það þó koma á óvart enda hefði lítið sem ekkert farið fyrir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal