fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Stelpurnar okkar halda utan eftir helgi – „Þetta er ekki generalprufa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 16:00

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið heldur til Serbíu eftir helgi og mætir heimakonum eftir viku í síðasta leik fyrir EM í Sviss.

Um vináttulandsleik er að ræða og kemur hann fimm dögum fyrir opnunarleik Íslands á EM gegn Finnum.

Í viðtali við 433.is á dögunum var Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari spurður út í þennan leik og hvernig hann myndi nálgast hann.

video
play-sharp-fill

„Þetta er ekki generalprufa, bara undirbúningur. Við munum ekki sjá alla sömu hluti og á EM,“ sagði Þorsteinn.

„Við vinnum samt að ákveðnum þáttum og svo snýst þetta um að leikmenn sem spiluðu lítið í síðasta landsliðsglugga fái mínútur til að vera betur undirbúnir fyrir EM.“

Ísland er einnig í riðli með Noregi og heimakonum Sviss í riðlinum. Markmiðið er skýrt, að fara upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit í annað skiptið í sögunni.

Hér í spilaranum að ofan má sjá umrætt viðtal við Þorstein, en það sneri aðallega að vali á leikmannahópnum fyrir EM, sem og mótinu sem framundan er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Arnar taki við Fylki

Segja að Arnar taki við Fylki
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
Hide picture