fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 08:00

Bitcoin er vinsælasta rafmyntin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerir maður þegar rafmyntamilljónamæringum er rænt hverjum á fætur öðrum og jafnvel ættingjum þeirra og fjölskyldu? Maður grípur til aðgerða sem minna einna helst á atriði úr spennumynd.

Maður tryggir að maður sé með svolítið skotsilfur í vasanum en setur restina af rafmyntinni í flókið kerfi rafrænna veskja og áþreifanlegra málmplatna með ágröfnum kóðum.

Þetta er að minnsta kosti það sem hollenska Taihuttu-fjölskyldan gerði nýlega. Fjölskyldufaðirinn, Didi Taihuttu, skýrði frá þessu í viðtali við CNBC. Hann sagði að fjölskyldan hafi gjörbreytt hvernig hún geymir rafmyntirnar sínar í kjölfar frétta af mannránum og grimmdarverkum gegn eigendum rafmynta og ættingjum þeirra.

„Við breyttum öllu. Ef einhver beindi byssu að höfði mér, þá gæti ég ekki látið hann fá annað en það sem er í veskinu í símanum mínum og það er ekki mikið,“ sagði hann.

Af ótta við að honum, eða fjölskyldu hans, verði rænt er fjölskyldan hætt að nota veski, sem hægt er að geyma rafmyntir í án þess að vera tengd Internetinu. Þessi veski hafa verið talin örugg því það er ekki hægt að brjótast inn í þau á sama hátt og hugbúnað.

Þess í stað hefur fjölskyldan byggt nýtt og flókið kerfi þar sem hún blandar bæði nýrri og gamalli tækni saman. Hún er byrjuð að nota svokallaða „seed phrases“, sem eru leynilegir kóðar gerðir úr mörgum orðum, sem eru notaðir til að fá aðgang að rafmyntunum. Þessum kóðum hefur fjölskyldan skipt upp í marga hluta.

Allir hlutarnir eru dulkóðaðir og geymdir á mismunandi stöðum. Sumir eru geymdir hjá rafrænum þjónustum sem byggja á blockchain-tækni. Aðrir hlutar eru geymdir á ágröfnum eldþolnum stálplötum sem eru geymdar á mismunandi stöðum í fjórum heimsálfum.

Fjölskyldan breytti einnig sumum orðanna, sem eru því röng, og engin nema hún veit hvaða orðum var breytt.

Með þessu þróaða kerfi, sem minnir einna helst á eitthvað sem væri gert í spennumynd, tryggir að óviðkomandi verða að hafa alla þessa hluta í höndunum áður en þeir fá aðgang að rafmynt fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið