fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Svona lítur stjarnan úr einu umtalaðasta tónlistarmyndbandi sögunnar út í dag

Fókus
Föstudaginn 20. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna vafalítið margir eftir myndbandinu við lagið Call on Me með sænska plötusnúðnum Eric Prydz. Lagið kom út árið 2004 og naut gríðarlegra vinsælda en myndbandið við það vakti ekki síður athygli.

Myndbandið var tekið upp í líkamsræktarstöð þar sem hópur af konum og einn karl taka þátt í æfingum í býsna afhjúpandi æfingafötum. Var áhersla lögð á að mynda bringu, rass og mjaðmir dansaranna og þótti myndbandið kannski grófara en algengt var á þessum tíma.

Ein helsta stjarnan í myndbandinu heitir Deanne Berry en hún er í dag 44 ára og starfar við danskennslu. Hún er virk á Instagram þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með sér.

Deanne var áður atvinnudansari en í dag deilir hún þekkingu sinni og kunnáttu til yngri iðkenda. Sérsvið hennar eru 80‘s dansar sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þá áberandi skírskotun til 9. áratugarins sem sjá mátti í myndbandinu árið 2004.

Deanne birti fyrir skemmstu brot úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni og bentu fylgjendur hennar á að hún liti nákvæmlega eins út í dag. Deanne, sem er frá Ástralíu, er gift og á þrjú ung börn.

Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð