fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 05:19

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti er hræddur um að ef hann mætir til yfirheyrslu hjá Robert Mueller, sem rannsakar meint tengsl kosningaframboðs Trump við Rússa, verði orð hans notuð gegn honum. Hann vill ekki lenda í þeirri aðstöðu að það verði hans orð á móti orðum James Comey sem Trump rak úr embætti forstjóra FBI.

„Jafnvel þótt ég segi sannleikann þá gerir það mig að lygara. Það gengur ekki.“

Sagði Trump meðal annars í gær í viðtali við Reuters.

Trump er því samstíga lögmanni sínum Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra í New York. Hann varaði Trump við því um helgina að tjá sig eiðsvarinn vegna hættu á að hann „gengi í gildru og fremdi meinsæri“.

Trump sagðist óttast að verða ákærður fyrir meinsæri ef framburður hans er ekki samhljóða framburði annarra vitna og þá ekki síst framburð James Comey.

„Ef ég segi eitthvað og hann (James Comey, innskot blaðamanns) segir eitthvað þá eru það mín orð gegn hans. Hann er góður vinur Mueller og þá mun Mueller kannski segja: Ég trúi Comey.“

Sagði forsetinn í gær. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort hann muni á endanum mæta til yfirheyrslu hjá Mueller eða hvort hann íhugaði að svipta Mueller öryggisviðurkenningu sem veitir honum aðgang að trúnaðarupplýsingum á grundvelli þess að hann var áður yfirmaður alríkislögreglunnar FBI. Trump svipti John Brennan, fyrrum yfirmann CIA, þessari öryggisviðurkenningu í síðustu viku en Brennan hefur gagnrýnt forsetann opinberlega fyrir stefnu hans í utanríkis- og öryggismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið