fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvernig almenningsálit getur skapað brenglaða sjálfsmynd.

Konur senda myndir af sjálfum sér út í kosmósið af sínum eigin reikningi á graminu… instagramminu.

Í kjölfarið eru myndirnar teknar í gíslingu af öðrum reikningi og lesendur þar beðnir að lýsa skoðun sinni á skrokklegri hollningu.

Gefa líkamanum einkunn frá 1 til 10.
Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla

Bakvið öryggi tölvuskjás hamast fingurgómar á lyklaborðum og skoðanir streyma út.

Í orðum sem hrósa. En líka orðum sem meiða.

„Of vöðvuð.“
„Of mjúk.“
„Ekkert kvenlegt við hana.“
„Karlmaður með brjóst.“
„Ojj þetta er ekki fallegt.“
„Hún er eins og gæra til fara.“

Í einu vetfangi er sjálfstraust og sjálfsmynd konu sett í steypuhrærivél.

Það er í eðli mannskepnunnar að hljóta viðurkenningu frá hjörðinni. Að fá sannfæringu um að þeir samþykki þig.

Þegar þú heyrir síðan að þú sért ekki nógu….. elur það á ótta og óöryggi um höfnun frá hjörðinni.

Huglægt mat frá frústreraðri sál með krepptar tær í flókaskóm getur auðveldlega gert sjálfsmyndina að Toro súpudufti á örfáum sekúndum.
Sérstaklega hjá óharðnaðri æskusál sem síðan fylgir út lífið.

Og upphefst darraðardans við djöfulinn um að lagfæra skrokkleg atriði sem hópnum mislíkar.

Brengluð líkamsmynd ásamt óheilbrigðu sambandi við mat og æfingar er vanalega afleiðing.

Eina manneskjan sem hefur rétt á að hafa skoðun á líkama þínum…. ert ÞÚ.
Sá eini sem getur metið gildi þitt, virði og stefnu sem manneskju ert ÞÚ.

Skrokklegt útlit er ekki það sem skilgreinir verðleika okkar.

Ertu vinamargur.
Frændrækinn.
Gott foreldri.
Góður vinur.
Umhyggjusamur maki.

Við erum svo miklu meira en skelin.

Takk fyrir tíkall….

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife