fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær loguðu skógar- og gróðureldar á um 50 stöðum í Svíþjóð, allt frá Jokkmokk í norðri til Korsberga í suðri. Slökkviliðsmenn eiga fullt í fangi með að berjast við eldana og segja að ástandið hafi aldrei verið verra á síðari tímum í landinu. Óhætt er að segja að Svíþjóð logi endanna á milli.

Jakob Wernerman, aðgerðastjóri hjá almannavörnum, sagði í samtali við Aftonbladet að almannavarnir hvetji alla viðbragðsaðila til að vera undir það búnir að ástandið geti orðið enn verra. Víða þurfa slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar á liðsauka að halda en hann er erfitt að fá því ástandið er svo slæmt um allt land. Eldar hafa logað í nær öllum lénun landsins, það eru aðeins Skánn, Halland og Gotland sem hafa sloppið fram að þessu.

Eldarnir sem loguðu í gær voru allt frá litlum eldum til stórra skógarelda. Verst er ástandið í Dalarna, Jämtland og Gävleborg. Þar vinna viðbragðsaðilar hörðum höndum að því að ná tökum á eldunum en hefur lítið orðið ágengt.

Sænska veðurstofan segir að miklir þurrkar séu í landinu og því þurfi ekki nema lítinn neista til að mikið bál verði af.

Sænsk stjórnvöld hafa beðið ESB um aðstoð vegna eldanna og er hún byrjuð að berast. Í gær komu 8 norskar slökkviþyrlur til aðstoðar og á morgun eru tvær ítalskar slökkviflugvélar væntanlegar til Örebro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi