fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Hún verður barin ef England tapar í kvöld – Sóley vekur athygli á ofbeldi í tengslum við HM

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er það oft fylgifiskur stórra íþróttaviðburða á borð við HM að heimilisofbeldi eykst. Enskar rannsóknir hafa sýnt að þar í landi eykst heimilisofbeldi um 26 prósent þegar England er að spila og um 38 prósent ef England tapar. Margir stuðningsmenn eru kvíðnir fyrir leiki og meðan á þeim stendur. Það sama á stundum við um maka þeirra. Kvíði þeirra og skelfing er vegna þess að konurnar eiga von á að verða beittar ofbeldi á meðan leikir standa yfir og enn grimmara og svæsnara ofbeldi ef illa fer fyrir „liði“ makans.

Sóley Tómasdóttir, fyrrum forseti borgarstjórnar fyrir VG er ein þeirra sem hefur vakið athygli á þessari mikilvægu herferð. Sóley sem nú stundar rannsóknir í jafnréttis- og fjölmenningarmálum í Hollandi og hefur lengi barist fyrir femínískum gildum segir á samskiptamiðlum um herferðina:

„Því er iðulega haldið fram að fótbolti sameini fólk. Ekki er þó allt sem sýnist í þeim efnum. Samkvæmt opinberum tölum eykst heimilisofbeldi um 26% þegar England spilar landsleik í knattspyrnu og 38% þegar England tapar landsleik.“

Svo sannarlega mögnuð mynd sem vekur fólk vonandi til umhugsunar.

Herferð í mörgum löndum

J Walter Thopmson London hefur útbúið öfluga auglýsingaherferð þar sem sýnt er fram á tengsl knattspyrnuleikja og heimilisofbeldis. Á myndinni sem hér fylgir má sjá blóð á andliti konu. Ekki nóg með það því blóðið myndar eiginlega enska fánann á andliti konunnar.

Einnig voru gerðar álíka auglýsingar fyrir Japan og Sviss þar sem þjóðfánarnir eru felldir á álíka hátt inn á konuandlit. Herferðin verður í gangi í nokkrum löndum, þar á meðal Englandi, Japan og Sviss, þar til HM er lokið.

Þá er rétt að benda á að það eru ekki aðeins makar sem þjást í ofbeldissamböndum. Ef horft er til Íslands hefur verið sýnt fram á að í hverri einustu viku verða fimm til sex börn vitni að því þegar foreldrar beita hvort annað ofbeldi. Um 40 prósent þeirra þurfa á áfallameðferð að halda. Það eru tvö til þrjú börn í viku sem þurfa áfallahjálp vegna þess að þau sjá mömmu sína eða pabba sæta ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“