Enska landsliðið er komið í 8-liða úrslit HM í Rússlandi en liðið mætir Svíþjóð á laugardaginn.
England tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit með því að leggja Kólumbíu af velli í vítaspyrnukeppni.
Jordan Henderson lék með Englandi í þeim leik en hann tapar ekki mörgum landsleikjum.
Það virðist vera að Henderson sé einn allra mikilvægasti leikmaður Englands en tölfræði hans er ótrúleg.
England hefur ekki tapað í 29 leikjum í röð með Henderson í liðinu en miðjumaðurinn á 42 landsleiki að baki.
Henderson hefur spilað 29 leiki frá árinu 2014 og hefur enginn af þeim tapast sem er ótrúleg tölfræði.
Enginn leikmaður í sögunni hefur spilað eins marga leiki í röð fyrir England án þess að tapa leik.