Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, spáði því að leikur Englands og Kólumbíu myndi enda með 1-1 jafntefli á HM.
Eiður spáði í spilin fyrir alla leikina í 16-liða úrslitum HM og spáði því að leikur Englands og Kólumbíu myndi enda 1-1.
England er komið í 8-liða úrslit mótsins en liðið sló Kólumbíumenn úr keppni í vítakeppni í gær.
Eiður spáði því að leikurinn myndi enda með 1-1 jafntefli og að England myndi fara áfram eftir vítaspyrnukeppni sem reyndist rétt.
,,Ég hef verið hrifinn af enska liðinu hingað til. Þeir eru ferskir, orkumiklir og líta út fyrir að vera að skemmta sér,“ sagði Eiður á meðal annars.
,,Þessi leikur gæti farið alla leið og loksins mun England vinna leik í vítaspyrnukeppni.“
Englendingum hefur ekki gengið vel í vítakeppnum á HM og var sigurinn í gær sá fyrsti í sögu liðsins í keppninni.