Miguel Layun, leikmaður Mexíkó, segir að Neymar, stjarna Brasilíu, ætti kannski að finna sér eitthvað annað að gera en að spila fótbolta.
Neymar er mikið ásakaður um það að henda sér í grasið og ýkja allar snertingar sem hann fær í leikjum.
Layun fékk að kynnast því í gær er Mexíkó tapaði 2-0 fyrir Brössum í 16-liða úrslitum HM.
,,Svona er fótboltinn. Ef hann vill ekki láta snerta sig ætti hann að gera eitthvað annað,“ sagði Layun.
,,Hann hefur mestan áhuga á að vera í grasinu. Ef hann vill leggjast niður þá ætti hann að fara heim að sofa.“
,,Ég snerti hann þegar hann lá í grasinu en ég var að leita að hboltanum. Ég veit af hæfileikum hans en þekki líka brögðin.“