Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en þetta var staðfest í dag.
Þessi 26 ára gamli leikmaður stóð sig virkilega vel á síðustu leiktíð og skoraði heil 44 mörk fyrir enska félagið.
Real Madrid hefur verið orðað við Salah í sumar en Liverpool vildi alls ekki missa Egyptann.
Salah skrifaði undir fimm ára samning við félagið aðeins einu ári eftir að hafa komið frá Roma á Ítalíu.
Salah var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og er þetta því mikið fagnaðarefni fyrir Liverpool.