fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Fólk verður hamingjusamara og bjartsýnna ef það á systur

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 24. júní 2018 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að alast upp í fjölskyldu þar sem er að minnsta kosti ein stelpa veldur því að fólk verður hamingjusamara, bjartsýnna og er betra í að takast á við vandamál sín. Dætur tengja fjölskyldumeðlimi betur saman og hvetja þá til að tala um tilfinningar sínar á áhrifaríkari hátt.

Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar breskra vísindamanna. Tony Cassidy, prófessor við Ulster háskólann, vann að rannsókninni og hann sagði að það að eiga systur sé til mikillar hjálpar við að öðlast góða andlega heilsu.

Systur virðast hvetja meira til opinna samskipta og samstöðu innan fjölskyldunnar. Bræður virðast hafa þveröfug áhrif. Að geta rætt um tilfinningar sínar er lykilatriðið að góðri andlegri heilsu og að eiga systur styrkir þetta innan fjölskyldunnar.

Stúlkur sem eiga systur virðast einnig vera sjálfstæðari og áfjáðari í að ná árangri en þær sem eiga ekki systur. Þetta var meira áberandi hjá börnum sem eiga foreldra sem hafa skilið og gæti bent til að systur treysti mikið á hver aðra þegar foreldrarnir skilja.

Cassidy sagði að versta útkoman í rannsókninni hafi verið hjá strákum sem eiga bara bræður.

Það gæti verið vegna þess að strákar hafa náttúrulega tilhneigingu til að tala ekki um hlutina. Þegar það eru bara strákar þá snýst þetta um samsæri um að tala ekki. Stúlkurnar virðast geta brotið þetta samsæri á bak aftur.

Í rannsókninni var rætt við 571 manns á aldrinum 17 til 25 ára um fjölskyldusamsetningu þeirra og tilfinningalega vellíðan þeirra að sögn The Telegraph.

Einbirni voru yfirleitt á miðjum skalanum fyrir hamingju og bjartsýni. Liz Wright, sem vann að rannsókninni, sagði að einbirni ættu í miklum og sterkum samskiptum utan heimilisins og að það virtist sem þau hefðu eins mikinn félagslegan stuðning og þau sem ættu systkini en munurinn væri að stuðningurinn kæmi ekki frá fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn