fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Leggur á sig þrekraun til styrktar bræðrum sem misstu föður sinn

„Frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir góðan málstað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2016 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Lind Helgadóttir er 37 ára gömul þriggja barna móðir sem býr í Sviss. Eva Lind hafði ekki stundað hlaup að ráði er hún ákvað um síðustu áramót að taka þátt í Jungfrau-maraþoninu, einstaklega erfiðu fjallamaraþoni sem háð er í svissnesku ölpunum. Tilefni hlaupsins er einstakt en Eva Lind hleypur til styrktar tveimur ungum bræðrum og frændum sínum, Sindra Dan og Snævari Dan Vignissonum, en faðir þeirra, Vignir Grétar Stefánsson, lést fyrir aldur fram þann 16. desember síðastliðinn.

Bræðurnir, Sindri Dan 7 ára og Snævar Dan 4 ára, eru glaðir íþróttastrákar enda eiga þeir ekki langt að sækja það. Faðir þeirra, Vignir Grétar Stefánsson, er margfaldur Íslandsmeistari í judó og móðirin, Silja Úlfarsdóttir, er margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum. Þann 16. desember síðastliðinn lést Vignir um aldur fram en hann hafði fengið flogakast um nóttina. Móðirin Silja hefur haldið vel utan um þessa brosmildu grallara og séð til þess að þeir fái allan þann stuðning sem börn þurfa fyrstu skrefin eftir svona missi. Missirinn er mikill fyrir drengina og aðlögun að nýju lífi án pabba er ekki auðveld.

42,2 kílómetrar og 1800 metra hækkun

Eftir hið sviplega andlát Vignis komst fjölskylda hans að því að líftrygging hans hafði ekki verið endurnýjuð. Þá ákvað Eva Lind Helgadóttir að safna liði og stofnaði Framtíðarsjóð Vignissona til styrktar bræðrunum ungu sem nú ganga í gegnum erfiða tíma.

Eva Lind ákvað að að safna áheitum og hlaupa heilt maraþon í svissnesku ölpunum. Um er að ræða Jungfrau-maraþonið en það fer fram þann 10. september næstkomandi. Eins og nærri má um geta hefur Eva Lind æft af krafti undanfarna mánuði og undirbúið sig af kappi undir þessa þrekraun. Þjálfari Evu Lindar er hinn góðkunni langhlaupari, Sigurður P. Sigmundsson. Hann skrifar á Facebook-síðu Framtíðarsjóðs Vignissona:

“Það er frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir góðan málstað. Í byrjun þessa árs tók ég að mér að þjálfa unga þriggja barna móður sem býr í Sviss. Hún hafði ekki stundað mikið hlaup áður en hafði sett sér það markmið að taka þátt í Jungfrau fjallamaraþoni í svissnesku ölpunum þann 10. september. Þetta er mjög kröfuhart verkefni, eitthvað sem maður ráðleggur ekki nýliða að takast á við enda um 42,2 km og hækkun upp á um 1800 m að ræða. Á ýmsu hefur gengið í undirbúningnum, veikindi og meiðsli, en unga konan hefur ekki látið það stoppa sig. Hún hefur sýnt mikinn dugnað og þrautseigju og er nú að verða tilbúin í átökin. Þetta hlaup verður erfitt en ég hef trú á henni. Fleiri hafa bæst í hópinn og ætla að taka þátt í þessu verkefni með Evu Lind. Nefni þar handboltahetjuna okkar Gunnar Beinteinsson og Hjördísi Árnadóttur fyrrum íþróttafréttamann, ásamt Berglindi Wright Halldórsdóttur, Söndru Dís Steinþórsdóttur og Kristni Haraldssyni. Flott hjá þeim.”

Framtíðarsjóður Vignissona

Á Facebook-síðunni „Framtíðarsjóður Vignissona“ er hægt að fylgjast með hópnum í hlaupinu upp á toppinn. Hægt er að hringja í styrktarlínurnar 9052001, 9052003 og 9052005 og leggja þannig málefninu lið (1.500, 3.000 og 5.000 krónur). Einnig hefur verið opnaður styrktarreikningur í nafni Júdódeildar Ármanns: 515-14-411231, kt. 491283-1309. Margt smátt gerir eitt stórt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“