fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Kemur með að heimsækja mömmu í fangelsið

Sandra Sigrún, móðir fimm ára drengs hlaut þyngsta dóm sem Íslendingur hefur hlotið – Mun ekki losna úr fangelsi fyrr en um sextugt

Auður Ösp
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum farið mjög lauslega í að útskýra fyrir honum af hverju mamma hans er þarna. Við höfum sagt honum að hún hafi gert hluti sem hún mátti ekki gera,“ segir Margrét Fenton, móðir Söndru Sigrúnar sem situr af sér 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. Sandra er móðir fimm ára drengs sem kemur reglulega í heimsóknir til hennar ásamt ömmu sinni og afa. Vegna gildandi laga um reynslulausn í Virginíuríki mun hún ekki losna úr fangelsi fyrr en um sextugt.

Hér má finna brot úr viðtalinu við móður Söndru en viðtalið birtist í heild sinni í helgarblaði DV

Kemur með að heimsækja mömmu

Rylan, fimm ára sonur Söndru, hefur búið hjá ömmu sinni og afa frá fæðingu. Hann kemur með að heimsækja mömmu sína í fangelsið og leikur sér þá á meðan. Fyrir honum eru heimsóknirnar skemmtilegar. Sandra hefur úr litlu að moða og í eitt skipti gaf Sandra syni sínum mynd sem hún teiknaði á servíettu.

Afmælisgjöf Söndru til sonarins, mynd teiknuð á servettu
Afmælisgjöf Söndru til sonarins, mynd teiknuð á servettu

„Hann þekkir auðvitað ekkert annað en að búa hjá ömmu og afa. Við höfum farið mjög lauslega í að útskýra fyrir honum af hverju mamma hans er þarna. Við höfum sagt honum að hún hafi gert hluti sem hún mátti ekki gera. Annars hefur hann í rauninni lítið spurt. Hann sér þetta bara þannig að mamma er þarna og hann býr hjá ömmu og afa. Í leikskólanum hans kalla krakkarnir mig mömmu hans og hann er ekkert að leiðrétta þau. Þau hafa aldrei spurt hann út í mömmu hans,“ segir Magga jafnframt en viðurkennir að vissulega kvíði hún því þegar Rylan verður eldri og fer að heyra sögur af mömmu sinni frá fólki úti í bæ, enda geti dómharka og fordómar fólks verið hreint viðurstyggileg.

„Við erum með svör ef hann spyr. En við ætlum ekki að setjast niður með honum að fyrra bragði og útskýra þetta fyrir honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“