fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sænskur stjórnmálamaður á hálum ís: Mætti sem Peter Madsen í hrekkjavökugleðskap

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 29. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski sveitastjórnarmaðurinn Pontus Båth liggur undir gagnrýni í Svíþjóð eftir að það spurðist út að hann hefði mætt í hrekkjavökugleðskap sem Peter Madsen.

Madsen þessi komst í fréttirnar í haust en hann er grunaður um að hafa myrt sænska blaðakonu, Kim Wall, um borð í kafbáti sínum.

Pontus, sem er fulltrúi Hægri flokksins (s. Moderaterna) í Torslanda, birti mynd af sér á Instagram-síðu sinni í búningnum. Aftonbladet hefur eftir honum að um hafi verið að ræða einkagleðskap og þemað hafi verið ógnvekjandi eða illir einstaklingar.

Pontus hefur sett stefnuna á að ná kjöri á þing á næsta ári.

Samflokksmenn Pontusar hafa gagnrýnt hann, á meðal þeirra er Maria Ryden sem segir hann hafa sýnt dómgreindarskort. Hún hafi rætt við hann og látið þá skoðun sína í ljós. Myndin hefur nú verið fjarlægð af Instagram-síðu hans.

Pontus segir við Aftonbladet að ætlun hans hafi ekki verið að særa neinn og viðurkennir hann að hafa gengið of langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“