fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Jörð skelfur og djúpar drunur berast upp úr jörðinni – Ekki jarðskjálftar segja jarðfræðingar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. maí 2018 07:17

Borgundarhólmur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á austurströnd Borgunarhólms, sem er dönsk eyjan rétt undan strönd Svíþjóðar, hafa undanfarið upplifað undarlega atburði. Þeir lýsa þeim sem „skjálftum“ og „djúpum drunum“ sem berast upp úr jörðinni. Jarðfræðingar segja að engir jarðskjálftar hafi mælst á svæðinu og segjast ekki hafa neinar skýringar á hvað er á seyði.

TV2 skýrir frá þessu. Þar kemur fram að margir íbúar hafi talið að um litla jarðskjálfta væri að ræða. Þegar þetta var borið undir Jørgen Butzbach, hjá dönsku jarðfræðistofnuninni, vísaði hann því á bug. Hann sagði mjög ólíklegt að jarðskjálftar finnist á austurströnd Borgundarhólms en ekki allri eyjunni. Jarðskjálftar þar finnist á allri eyjunni sem sé „einn hlutur af jarðskorpunni“.

Hann sagðist einna helst geta giskað á að hristingurinn/skjálftarnir hafi komið úr andrúmsloftinu, hugsanlega frá flugvélum sem hafi rofið hljóðmúrinn. Talsmaður danska flughersins sagði aftur á móti að hvorki danskar né sænskar herflugvélar hafi verið á þessu svæði.

Butzbach sagðist því aðeins geta giskað á að eitthvað jarðfræðilegt hafi gerst lengra í burtu. Fræðilega séð geti þrýstingsbylgja frá atburðum austar í álfunni náð til Borgundarhólms en hann sagðist þó vera að skjóta algjörlega út í loftið með þessum orðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn