fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Ólæknandi leðurblökuveira vekur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:00

Ávaxtaleðurblaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrír hafa látist að undanförnu af völdum banvænnar veiru á Indlandi. Veiran veldur því að heilinn bólgnar, fólk fær hita, uppköst og krampa. Veiran berst yfirleitt með leðurblökum. Ekkert bóluefni er til gegn henni.

Veiran nefnist Nipah og berst aðallega með ávaxtaleðurblökum. Dánartíðnin er um 75 prósent. Veiran getur einnig borist úr svínum og á milli manna.

Sky segir að þrír hið minnsta hafi látist af völdum veirunnar í Kerala. Fólkið var allt úr sömu fjölskyldunni.

Talið er að átta til viðbótar hafi látist af völdum veirunnar, þar á meðal nunna sem annaðist sjúklinga. Þetta hefur þó ekki enn verið staðfest.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir nágrönnum hinna látnu að fólkið hafi borðað ávexti af plantekru þar sem þau voru að byggja sér hús.

Eina meðferðin við Nipah veirunni er að fylgjast vel með sjúklingunum og reyna að láta þeim líða eins vel og hægt er.

Nipah veiran greindist fyrst í Malasíu 1998 og barst þaðan til Singapore þar sem rúmlega 100 manns létust af völdum hennar. 50 manns létust af völdum veirunnar á Indlandi 2001 og 2007.

Í Bangladesh létust rúmlega 100 mann af völdum veirunnar 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn